Fyrir stuttu datt einhverjum í hug að byrja að skrifa greinar um liðin í NBA deildinni. Góð hugmynd og hérna kemur fyrsta liðsgreinin mín og er hún um Seattle SuperSonics.
Fyrstu árin
Sonics var hleypt inn í NBA deildina fyrir tímabilið 1967-68 ásamt Houston Rockets (þá San Diego Rockets). Þeir byrjuðu ekki vel og töpuðu fyrsta leiknum 144-116 og enduðu með næst slakasta árangurinn í deildinni á eftir Rockets, 23 sigrar - 59 töp.
En næstu fjögur árin bættist árangurinn á hverju ári og 1971-72 voru þeir með .573 vinningshlutfall. Þessi bæting var aðallega Lenny Wilkens sem var spilandi þjálfari hjá þeim. Hann stjórnaði leik þeirra og var alltaf meðal hæstu mönnum í stoðsendingum.
Síðan komu tvö léleg ár en '74 var Bill Russell ráðinn þjálfari og þá byrjuðu hjólin aftur að snúast.
NBA meistarar
1974-75 komust þeir í fyrsta skipti í playoffs en voru slegnir út í fyrstu umferð. Næstu þrjú tímabil voru þeir alltaf í kringum sæti í playoffs en komust aldrei langt, lengsta sem þeir komust var í undanúrslit vesturdeildarinnar.
En tímabilið 78-79 heppnaðist allt hjá þeim. Wilkens var aftur orðinn þjálfari þeirra og þeir enduðu með 52-30(.634). Það kom þeim í playoffs þar sem þeir unnu Lakers í undanúrslitum vesturdeildarinnar og svo Suns í 7 leikja hrinu. Þá var komið að úrslitahrinunni á móti Washington Bullets. Bullets vann fyrsta leikinn en Sonics unnu síðan fjóra leiki í röð og unnu samtals 4-1.
Það merkilegasta við þennan titil er að það var engin stórstjarna í liðinu, bara mikil breidd og leikmenn sem spiluðu mjög vel saman.
Payton, Kemp og Karl
Næsta áratuginn gekk þeim ekki eins vel og Sonics var oftast einhvers staðar um miðja deild, komst stundum í playoffs en náði aldrei langt. Það var ekki fyrr en 88-89 sem að einhver breyting varð á. Þá voru í liðinu þeir Xavier Daniels, Dale Ellis, sem var meðal stigahæstu leikmanna deildarinnar á þessum tíma, og Nate McMillan, mjög góður PG.
Þeir fjölguðu sigrunum eitthvað en samt var eins og liðið væri að spila undir getu. Það var ekki fyrr en Sonics fékk þá Gary Payton og Shawn Kemp til sín og George Karl byrjaði að þjálfa þá að hjólin byrjuðu að snúast.
Fyrsta tímabil Karl komust Sonics í playoffs þar sem þeir spiluðu á móti Warriors í fyrstu umferð. Þeir unnu þá auðveldlega og var það að þakka frábærri frammistöðu Shawn Kemp, hann skoraði 22 stig og tók 16.3 fráköst í þessari hrinu. Síðan kepptu þeir við Utah Jazz í annari umferð en þeir voru of sterkir, hrinan endaði 4-1 fyrir Jazz.
Næstu árin voru Sonics með sterkasta lið þeirra frá upphafi með líklegast mestu og bestu heildina í deildinni. Byrjunarlið þeirra var C-Sam Perkins, PF-Kemp SF-Detlef Schrempf SG-Hersey Hawkins og Payton var PG. Snillingar í hverri stöðu og árangurinn lét ekki á sér standa. Þeir voru alltaf í efstu sætunum í vestrinu en samt komust þeir aldrei langt í playoffs. Einu sinni í úrslit vestursins en annars duttu þeir alltaf út í fyrstu eða annari umferð.
Nýtt lið
Á seinustu árum hefur Sonics breyst gífurlega og m.a. er Rashard Lewis sá leikmaður þeirra sem hefur leikið lengst fyrir þá, 6 ár. Payton hjá Lakers, Kemp orðinn ömurlegur og hinir gömlu góðu hættir.
En það er ekki endilega vondur hlutur. Liðið er mjög ungt og Rashard Lewis er búinn að bæta sig verulega, setti m.a.s. 50 stig í opnunarleik Sonics. Ray Allen er frábær leikmaður og ef hann sleppur við meiðsli á hann að skora yfir 20 stig í leik. Brent Barry er góður alhliða leikmaður. Hann er eini hvíti leikmaðurinn sem hefur unnið troðslukeppnina og er líka mjög góð 3ja stiga skytta. Nýliðinn Ronald Murray hefur byrjað vel og verður góður varamaður fyrir Allen. Síðan er það Radmanovic sem er svona týpískur evrópskur PF/C.
Ef að þeir verða heppnir með meiðsli ættu þeir að komast í playoffs og það verður gaman í vetur að fylgjast með þeim í ár og á næstu árum.