Lakers tóku í nótt á móti Warriors og unnu með 15 stigum, 87-72.
Þetta var samt enginn erfiðisleikur því að sterkustu menn Warriors, þeir Nick Van Exel og Jason Richardson voru ekki með og heldur ekki annar byrjunarliðsmaður, Troy Murphy.Byrjunarlið þeirra var þess vegna:
C - Erick Dampier
FF - Cliff Robinson
SF - Mike Dunleavy
SG - Calbert Cheaney
PG - Speedy Claxton, sem átti ömurlegan leik, 1-8 í skotum og 3 stig
Þetta er náttúrulega hræðilegt byrjunarlið, það segir nóg að Erick Dampier er skásti leikmaðurinn. Hann átti fínan leik, skoraði 14 og tók 23 fráköst, persónulegt met hjá honum. Calbert Cheaney átti líka ágætan leik, skoraði 17 stig og 5 stolnir, reyndar jafn margir tapaðir.
Lakers voru allan tímann sterkara liðið, munurinn hækkaði jafnt og þétt í fyrri hálfleik og í hálfleik var staðan 43-32. Síðan tóku þeir þessu rólega í seinni hálfleik, hvíldu stjörnunar nokkuð og leyfðu varamönnunum að spila. Warriors héldu í Lakers í seinni hálfleik og Lakers unnu hann með 4 stigum. Lokastaða 87 - 72.
Hjá Lakers voru Kobe og Shaq bestir, Kobe skoraði 21, setti 9-14 í skotum, þar af 2-3 3ja, 5-5 í vítum og stal 5 boltum. Shaq skoraði 17 og tók 14 fráköst. Síðan hélt Devean George áfram að spila vel, hann skoraði 12 stig, 6-9 í skotum, 7 fráköst og 5 stoð.