Já MARGIR leikir voru spilaðir í nótt og ætla ég aðeins að fjalla um helstu hluti sem gerðust í einhverjum af þessum 13 leikjum sem spilaðir voru.
Kobe hetja og Kobe bjargaði voru fyrirsagnirnar á netinu eftir að Lakers rétt sigruðu Phoenix Suns með 4 stiga mun, 103-99. Þetta var fyrsti leikur tímabilsins hjá Kobe Bryant sem hafði setið hjá vegna “meiðsla” og þess háttar. Kobe skoraði 3 mikilvæg vítaskot á síðustu mínútunni sem átti stóran hlut í sigri Lakers að sögn blaðamanna vestanhafs. Kobe sem spilaði 37 mín skoraði 15 stig, 4 af 12 skotum sem er engin ástæða til þess að fagna, 6 fráköst. 4 stoð og síðan 7 af 10 vítum sínum. Bekkurinn hjá Lakers skoraði aðeins 15 stig í leiknum og áttu byrjunarliðs leikmenn góðann leik. Kobe 15 stig, Shaq 24 stig, Payton 19 stig, Malone 18 stig og síðan Devean George 12 stig. 3 byrjunarliðs leikmenn tóku 12 fráköst (Shaq, Malone og George) og þykir það frekar óvenjulegt.
Rookies:
Lebron James sem hafði byrjað svo vel átti slakan leik í nótt (miðað við hina leikina) þegar Cavaliers mættu Portland. Cavaliers töpuðu með 19 stigum, 104-85. Lebron skoraði 8 stig (3 af 12 skotum), 4 fráköst og 6 stoðsendingar, 2 stolna og 2 af 2 vítaskotum. Annar umtalaður nýliði, Carmelo Anthony átti góðann leik með Denver þegar þeir mættu Kings og sigruðu Denver 109-88. Skoraði hann 23 stig, 9 af 14 skotum sem þykir nokkuð gott, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.