Það rann mikið æði á framkvæmdastjórum NBA deildarinnar í gær og voru samtals 22 leikmönnum skipt milli liða.
Skiptin eru svo hljóðandi
Atlanta-Philadelphia
Atlanta fær: Toni Kukoc, Theo Ratliff, Pepe Sanhez og Nazr Mohammed
Philadelphia fær: Dikembe Mutombo og Roshown McLeod
Það er greinilegt að Philadelphia setur núna stefnuna á titilinn og ekkert annað. Þessi skipti styrkja Sixers liðið mikið en ef þeim tekst ekki að vinna titilinn með Mutombo innan borðs eiga þeir eftir að sjá eftir að hafa sent Ratliff í burtu fyrir hinn 35 ára Mutombo.
Dallas-Washington
Dallas fær: Juwan Howard, Calvin Booth og Obinna Ekezie
Washington fær: Courtney Alexander, Christian Laettner, Etan Thomas, Loy Vaught og Hubert Davis
Loksins tekst Michael Jordan að losa sig við Howard sem fær nýtt tækifæri
New York-Toronto
Toronto fær: Chris Childs og valrétt i fyrstu umferð
New York fær: Mark Jackson og Muggsy(litla) Bogues
Jackson er aftur kominn til síns gamla félags. En hvað eru Toronto að gera?
Detroit-Toronto
Detroit fær: Corliss Williamson, Tyrone Corbin og Kornel David
Toronto fær: Jerome Williams og Eric Montross
Williamson fær ósk sína uppfyllta, hann er sloppinn frá Toronto þar sem hann var úti í kuldanum hjá Lenny Wilkens þjálfara.