Jois, gagnrýndi ágiskun mína um að Nowitzki mundi spila Center. Sjáið hann á móti Warriors. 29 stig, 15 fráköst og 4 varin skot. Ef þetta eru ekki góðar tölur fyrir Center, þá megið þið kalla mig Nawg! Ég sagði í fyrri grein að það væri kannski rétt að Fortson færi í centerinn, en hann stóð sig miklu verr en Nowizki. Þannig að þegar ég sagði að stærðin skipti máli, hafði ég rétt fyrir mér. Kannski er gerist þetta bara í einum leik, en ég tel það líklegra að Nelson treysti Nowitzki fyrir þessari stöðu núna frekar en Fortson. Bara þrjú fráköst í fyrsta leiknum sínum.
En nóg um þetta. Ég vil vekja athygli á byrjun Keith van Horn hjá Knicks. Það er greinilegt að hann ætlar að sanna sig á þeim bæ annað en það sem hann lenti í hjá Sixers. Hann skoraði 29 stig og tók 8 fráköst. Ég hef haldið mikið upp á hann síðan hann byrjaði hjá Nets og varð nokkuð fúll þegar hann hætti hjá þeim og fór til Sixers. Núna hef ég trú á því að Knicks komist í úrslit eftir smáhvíld, en auðvitað þurfa hinar stjörnunar að taka sig á og byrja að spila sem lið. Þeir rétt töpuðu fyrir Magic, sem er topp klassa lið, sýndu góða hluti.
kv. Nawg