Það virðist sem að LeBron James virðist ætla að standast pressuna sem sett hefur verið á hann. Hann er núna búinn að spila tvo leiki og hefur spilað vel í þeim báðum og verið besti leikmaður Cavaliers í þeim.
Í fyrsta leiknum spiluðu þeir á móti Sacramento Kings og það virtist sem að LeBron væri sá eini sem að trúði því að þeir gætu unnið þennan leik. Hann barðist á fullu allan tímann og var með mjög góðan alhliða leik. Hann skoraði 25 stig hitti úr 12-22 í skotum og 1-3 í vítum. Hann tók 6 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og stal 4 boltum. Hann var búinn að vera að tapa mörgum boltum í æfingaleikjunum en núna tapaði hann aðeins 2. Samt töpuðu Cavaliers, leikurinn endaði 106-92 fyrir Kings.
Á móti Suns í nótt spilaði hann síðan álíka vel og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 21, 12 fráköst og 8 stoð. Amare Stoudamire var besti leikmaður Suns, skoraði 25 og 8 fráköst. Suns unnu leikinn 95-86, en leikurinn var jafn allan tímann. Léleg vítanýting (58,3%) og mörg turnover (20) hjá Cavs var banabiti þeirra en að öðru leyti voru þeir að spila ágætlega.
Það var merkilegt við þessa leiki að Paul Silas, þjálfari Cavs hefur haft LeBron og Ricky Davis og Darius Miles í byrjunarliðinu en enginn af þeim spilar point guard sem aðalstöðu. Það virðist sem að hann láti LeBron, sem hann var reyndar búinn að segja að myndi ekki spila PG, og Miles drippla, og Davis sem SF. Það er líka merkilegt að Kevin Ollie, sá sem var talinn líklegastur til að vera byrjunarliðs PG hefur spilað lítið í þessum tveimur leikjum aðeins 15 mín samtals.
Það verður gaman að fylgjast með Cavs í vetur, sjá hvort að LeBron muni láta þá byrja að vinna leiki eða hvort hann verður bara flopp. Síðan verður líka gaman að sjá hverjir munu fá að spila hjá þeim, með alla þessa frambærilegu bakverði hljóta einhverjir að fá ekki að spila allavega þegar Dajuan Wagner mun byrja að spila, hann er meiddur í augnablikinu.