Ég er mikill San Antonio aðdáandi og var mjög ánægður að David Robinson endaði ferilinn sinn með titli. Síðasta ár var San Antonio með ágætlega breiðan hóp og áttu skilið að sigra. En mun það endurtaka sig?
Þegar ég lít yfir hópinn sem Spurs eru með núna, er ég ekki mjög bjartsýnn. Þetta lítur út fyrir að vera saman safn af einnar mínútu spilandi gaurar sem mynda þennan hóp. Auðvitað finnur maður góða leikmenn t.d. Duncan, Parker, Rose, Ginobili. Turkoglu og Mercer var fín viðbót, en varð til þess að þeir losnuðu sig við Steph Jackson (DAMN!!!). Nesterovic er góður,en á það til að hitta illa. Bowen og Carter eru góðir varnarmenn sem mega vel vera í hópnum, en eru engir snillingar. Enn eins og mér sýnist eru t.d. Carter, Turkoglu og Mercer allir á niðurleið. Öldungurinn Kevin Willis er alltaf velkominn, en Horry finnst mér mega að sleppa. Sannleika sagt finnst mér hann búinn að sökka síðan hann var hjá Rockets er þeir voru toppliðið.
En hvað er svo málið að fá leikmenn eins og Langhi, Marks, Heal og Ernest og Devin Brown! Þetta eru svona týpiskir free agentar sem hoppa á milli liða þegar meiðsli hrjá lið.
Þetta er ekkert meistaralið, en ég mun aldrei hætta að halda með Spurs og vona bara að Popovich nái að kokka saman vel spilandi lið með þessum hópi!
Good Luck SPURS!!!!!!