Núna seinasta mánuð er ég búinn að fylgjast nokkuð vel með nokkrum efnilegum leikmönnum í NBA deildinni, skoða statsana hjá þeim í æfingaleikjunum og í sumardeildunum, skoða hvað þjálfarar og aðrir aðstandendur liðanna hafa að segja um þá og annað í þeim dúr.
Þeir þrír leikmenn sem mér hefur sýnst hafa bætt sig mest frá seinasta tímabili eru þeir Kwame Brown, Washington og Eddy Curry sem spilar með Chicago. Ég ætla að skrifa eitthvað um þá.
Kwame Brown:
Kwame kom beint úr miðskóla og var fyrsti leikmaðurinn sem er valinn fyrstur í nýliðavalinu sem kemur beint úr miðskóla. Menn töluðu um að honum vantaði meiri reynslu og myndi ekki standa sig meðal þeirra bestu en Jordan hafði mikla trú á honum.
Á fyrsta ári var hann samt bara varamaður og byrjaði inn á í aðeins þremur leikjum, en hann byrjaði tímabilið í fyrra nokkuð vel og eftir rúma 15 leiki var hann með u.þ.b. 10 stig, 10 fráköst og 3 varin skot. Síðan byrjaði leikur hans að versna, hann datt úr byrjunarliðinu og Jordan var óánægður með hann.
En í sumar hefur þessi 21 árs leikmaður verið að spila vel, er búinn að vera besti leikmaðurinn hjá þeim í á preseason tímabilinu. Hann er hæstur í þremur tölfræðiflokkum, skorar mest, ver flest skot og hefur tekið, ásamt Brendan Haywood flest fráköst. Síðan er hann núna eini almennilegi kraftframherjinn í liðinu þannig að hann ætti að hafa fast sæti í byrjunarliðinu.
Eddy Curry:
Eins og Kwame kom Eddy Curry beint úr háskóla fyrir tímabilið 01-02. Hann og Tyson Chandler, enn einn stór leikmaður sem kom beint úr háskóla þetta tímabil, hafa skipt milli sín miðherjastöðunni seinustu tvö árin, en núna munu þeir líklegast setja Chandler niður í kraftframherja og Curry mun vera miðherjinn.
Eddy er mjög sterkur, var á tímabili 305 pund en er núna 285 og lítil að því er líkamsfita. Honum hefur verið líkt við Shaq á fyrstu árum hans, sterkan, fljótan og með góðar post hreyfingar. Bill Cartwright, þjálfari Chicago og fyrrum byrjunarliðs center þeirra hefur kennt honum og Chandler mörg centera brögð á seinustu árum og ég held að það sé honum að þakka að þeir hafi þróast svona mikið sem leikmenn.
Núna á æfingaleikjatímabilinu hafa hann og Jamal Crawford pointarinn hjá þeim nýtt sér það að Jalen Rose er búinn að vera meiddur og verið aðal skoraranir í liðinu og Eddy er með 16.6 stig í þeim leikjum sem búnir eru. Vonandi mun ganga eins vel hjá honum á komandi seasoni.
Það eru margir aðrir leikmenn sem að eru líklegir til framfara, t.d. Drew Gooden, Qyntel Woods, Amare Stoudamire og margir fleiri. En þessir tveir eru þeir sem ég held að muni sýna mestu framfarir.
thx - trommumagi