Flest allt bendir til þess að Kobe verði ekki sjálfum sér líkur á þessu tímabili.
1. Nauðgunarmálið hefur gert það að verkum að hjónaband Kobe hengur á bláþræði, hann þarf að hendast hingað og þangað vegna nauðgunarmálsins og taugarnar hans eru þandar vegna málsins og fjölmiðlafársins í kringum þetta.
2. Hann hefur ekkert spilað á undirbúningstímabilinu, hann hefur misst 7-8 kíló og hann er ennþá slæmur eftir aðgerð í hné. Hann hefur því ekki fengið að spila með nýju leikmönnunum.
3. Hann er núna ekki lengur aðalmaðurinn í Lakers heldur einn af fjórum aðalmönnunum þar og þarf núna (og hann mun þurfa þess) að gefa boltann meira enda verða Payton og Malone ekkert of glaðir ef Kobe ætlar að sleppa að gefa boltann.
Það er allaveganna alveg ljóst að Kobe mun ekki endurtaka tímabilið frá því í fyrra þar sem hann spilaði frábærlega. Þá tókst Lakers þó ekki að vinna þrátt fyrir það, núna eru þeir komnir með Malone og Payton, en er það nóg? Allir þeir fjórir, Shaq, Payton, Malone og Kobe, munu þurfa að lækka sínar tölur verulega til þess að dreifa stigunum.
Það er lítið að marka Lakers á undirbúningstímabilinu enda eru aðalmennirnir orðnir það gamlir að þeir taka nánast ekkert á því í undirbúningsleikjunum auk þess sem Kobe hefur ekkert spilað. Það er samt þannig að Malone og Payton þurfa að sætta sig við ný hlutverk. Payton á að dreifa boltanum og Malone á að hjálpa Shaq undir körfunni. Malone og Payton hafa bara áhuga á einu og það er ástæðan fyrir því að þeir séu hjá Lakers, þeir vilja meistarahring. Clyde Drexler tókst það þegar hann fór til Houston, Charles Barkley tókst það ekki, hvað með Malone og Payton??
Phil Jackson er nú þegar búinn að fá Bryon Russell, sem var með Malone hjá Utah lengi, til Lakers og Bryon verður líklegast í staðinn fyrir Kobe þegar hann missir úr leiki. Phil Jackson reyndi að fá Jordan í staðinn fyrir Kobe (þrátt fyrir að það væri ansi langsótt, enda Jordan í raun búinn) ef Kobe spilar ekki. Ætli það þýði að Phil Jackson sé búinn að sjá það að Kobe verði ekki sjálfum sér líkur á þessu tímabili?? Ég er farinn að halda það.
Kobe Bryant er ennþá Kobe, en það sem gerir hann svona frábæran er fyrst og fremst rosalegt sjálfstraust og líkamlegir hæfileikir. Ef þetta er tekið frá honum er hann ekki svo góður. Spurningin er hversu mikið af sjálfstraustinu er eftir?
Þetta sumar hefur verið martröð fyrir Kobe, heldur martröðin áfram á þessu tímabili?