Stock12: Liðin gefa haft fleiri en 14 leikmenn á samning (ég veit ekki hvað marga samt). Meðan á tímabilinu stendur mega liðin hafa 15 leikmenn hámark í hópnum, þar af 12 sem eru í “dressi” og 3 á “injury list”. Jón er ekki öruggur í þeim hóp, en í hans stöðu eru nú ekki miklir spámenn eins og er. Þeir sem spila PG hjá Dallas eru a.m.k. Steve Nash, Travis Best, Marquis Daniels auk Jóns og síðan fleiri sem verða ólíklega í hópnum samt. Ég held að 1. október þá sé sá dagur sem ákveðið verður hverjir fara í æfingabúðir fyrir tímabilið, því þá byrjar pre-season (æfingaleikirnir) og þá verður nokkurn veginn ákveðið hverja verða í hópnum fyrir tímabilið. Í fyrra þá var Dallas með nokkra leikmenn sem spiluðu í æfingaleikjum sem síðan spiluðu ekkert á tímabilinu og voru jafnvel látnir fara. Síðan er líka þannig að þótt leikmaður sé jafnvel alltaf í 15 manna hópnum og jafnvel 12 manna hópnum þá er alls ekkert víst að hann spili nokkuð nema kannski örfáar mínútur.
Þarna er listi yfir leikmenn sem eru á samning hjá Dallas.
http://www.sportsline.com/nba/teams/page/DALJón fær $ 366931 fyrir fyrsta tímabilið og $ 563679 fyrir annað tímabilið. Hinsvegar er samningurinn hans “non guaranteed” og til 5 ára.
“Nonguaranteed contract” þýðir að hann verður að vera í hópnum til að fá borgað. Síðan geta samningar líka verið guaranteed að hluta til.
Guaranteed contract þýðir að leikmaður fái borgað sama þótt hann spili ekki neitt.
MJÖG óalgengt er að sjá “non guaranteed” samning til 5 ára, oftast eru þeir út tímabil eða til eins árs. Leikmenn sem eru með “non guaranteed” samning eru oftast leikmenn sem flakka mikið á milli liða og spila misjafnlega lítið, en þó alltaf lítið eða ekki neitt. Oft er það þannig, t.d. með Adam Harrington hjá Dallas í fyrra (sem var bakvörður sem var með stuttan non-guaranteed samning), að leikmenn (með non-guaranteed samning) eru látnir fara rétt fyrir 10. janúar (eftir þann tíma þá verða ALLIR samningar guaranteed út tímabilið).
Málið með Jón virðist vera annað vegna lengd samningsins þó veit maður aldrei. Það sem sagt er núna og hefur vakið athygli varðandi samning Jóns er lengd samningsins miðað við að hann er “non guaranteed”. Ég er ekki viss um að nokkurn tímann hafi verið gerður svona langur “non-guaranteed” samningur. Það þýðir sennilega að Dallas ætli sér að halda honum, tryggja sér hann og leyfa honum að þróast í góðan tíma, enda liggur alls ekkert á, Jón er ennþá mjög ungur, ekki orðinn 21 árs. Dallas er að hugsa þetta til framtíðarinnar. Síðan ef þeir sjá að Jón Arnór sé ekki rétti maðurinn þá geta þeir auðveldlega dömpað honum.