Gamla brýnið Danny Ainge tók við heldur rýru búi þegar hann gerðist framkvæmdarstjóri Boston Celtics. Reyndar var talið að nýir eigendur myndu reyna að dæla peningum í liðið, en þeir, eins og svo margir aðdrið, þorðu ekki að leika sér að Luxury Tax möguleikanum, sem virðist flókið fyrirbæri.
Vandamálin voru mikil. Aðalvandamál Boston var, og er reyndar enn, Vin Baker. Vin Baker kom ásamt Shammond Williams frá Seattle í skiptum við Kenny Anderson og Joespeh Forte. Vin Baker er með langan og dýran samning, ennþá eru eftir 2 ár með möguleika á því þriðja. Í þessum skiptum misstu Boston sinn eina sanna leikstjórnanda og fengu í staðinn feitan og launaháan leikmann. Vonir voru bundnar við Shammond Willaims og jafnvel talið að hann gæti tekið við leikstjórnandastöðunni en honum var svo skipt til Denver fyrir Mark Blound, sem leikur stöðu miðherja.
Boston var því án leikstjórnanda og miðherja, þar sem Tony Battie leikur, en hann er einungis 6“11 og 240 pund sem er langt frá því að vera nóg til þess að keppa við tröllin í Vestrinu. Ofan á þetta hefur Antoine Walker, sem er eingöngu 6”9 á hæð, þurft að spila stöðu Point-forward, eða leikstjórnanda í framherja stöðunni.
Semsagt Boston var án leikstjórnanda og miðherja og var með slæma samningsstöðu.
En Danny Ainge tók til hendinni og byrjaði snilldin í síðastliðnu nýliðavali. Boston átti 16 og 20 valrétt og hafði augun á Marcus Banks, en heyrst hafði að Jerry West, framkvæmdarstjóri Mepmphis, ætlaði að næla sér í Banks. Ainge sá sér þá leik á borði og skipti á velréttunum sínum við Memphis. Þar fékk Celtics einn mjög færan leikstjórnanda í Banks og einn framtíðar leikmann í Kendrick Perkins í stað þess að fá tvo sæmilega leikmenn. Reyndar var talið að valið á Banks væri einn af stuldunum í valinu. En Ainge var ekki hættur. Í annari umferð, með 56. valinu náði hann í Brandon Hunter, sem er nú orðinn einn af vinsælli leikmönnum liðsins. Hunter, sem spilar stöðu kraftframherja er eingöngu 6“7 (201 cm) en er 260 pund (kringum 130 kg)!. Hunter var fimmti stigahæsti og þriðji frákastahæsti í NBA Summer Leauge, þar sem ungir leikmenn spreyta sig. Frammtistaða hans var til þess að Ainge sá sig knúinn að bæta honum í liðið og fékk pilturinn tveggja ára samning, en talið var líklegt að Boston ætluðu ekki að skrifa undir samning við hann en eingöngu nýta sér rétt sinn yfir honum og senda hann erlendis í eitt ár. Reyndar er skrýtið hvað Hunter var valinn seint sé litið á tölur hans úr háskóla. Hann hefur spilað með fjölda úrvalsliðum í háskóladeildinni og leiddi allar deildirnar í fráköstum á loka árinu sínu, 12,6 fráköst og skoraði þar að auki 21,5 stig.
En með Marcus Banks í liðinu getur Walker einbett sér að sinni eiginlegu stöðu sem er undir körfunni. Vonast er til þess að Walker nái aftur í 20 stig og 10 fráköst að meðaltali, en hönum hefur hrakað í fráköstum undanfarin tímabil.
Banks spilaði fra´b æra í NBA summer league og þar sáu menn hversu ótrúlega fljótur hann er og góður varnarmaður. Hann er eingöngu 6”1 2n er 200 pund og með langa handleggi. Hann mun hraða leikstíl Boston, sem hefur verið talinn of hægur undanfarin tímabil.
Þar með var búið að ganga frá tveimur vandamálum, fá alvöru leikstjórnanda og styrkja liðið undir körfunni ( bæði með Hunter og með meiri tíma Walkers undir körfunni.)
Annað vandamál var lausir samningar Walter McCarty og Mark Blount. Blount spilaði ágætlega sem vara miðherji og reyndist mikilvægur sökum viðkvæmra hnája Tony Battie. Hann fékk lágmarkslaun, enda enginn stórleikmaður. Walter McCarty var hinsvegar spurningamerki. Hann var á lágmarkssamningung fyrir og ekki pláss undir launaþakinu fyrir miklu hærri samning. Hann var búinn að spila miklvæga rullu í liðinu, með hraða og hittni auk mikils styrks undir körfunni. Útilokað var talið að hann myndi taka lágmarkssamning og virtist samband hans og Ainge vera stirt. En ótrúlega tókst Ainge að sannfæra McCarty að halda áfram hjá Boston á rétt rúmlega lágmarkslaunum.
Ainge fékk svo leikstjórnanda Miami, Mark James, en þetta var talið dálítið skrýtið þar sem Tony Delk, Marcus Banks og JR. Bremer voru allir skráðir í þeirri stöðu. En þetta var einungis partur af púslinu. Næsta sem Ainge gerði var eitt af því besta sem hefur verið gert í sumar hvað varðar leikmannaskipti. Hann skipti JR. Bremer, sem kom inn í deildina, eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann spilaði vel, skoraði rúlega 8 stig í þeim rúmlega 60 leikjum sem hann spilaði. En hinsvegar var hann ekki þessi sanni leikstjórnandi heldur hugsaði fyrst um sitt skot og svo félaga sinna. Ásamt Bremer fór Bruno Sundov, króastískur miðherji 7“2 á hæð, en hafði aðeins skoraði 1,2 stig árið áður. Þeir félagar fóru til Cleveland fyrir Jumaine Jones. Jones er nákvæmlega þannig leikmaður sem Ainge vill, stór (6”8), sterkur og fljótur. Hann spilar stöðu lítils framherja en getur spilað kraftframherjann. Jones getur skotið og frákastað. Þannig var Mark James réttlætanlegur og Tony Delk var þá séður sem vara skotbakvörður. Jones hefur reynslu af úrsltakeppni, því hann spilaði með Philadelphia 76ers á nýliðaárinu sínu þegar þeir töpuðu gegn Lakers. Jones var með rétt um 10 stig og 5 fráköst, þegar hann kom af bekknum hjá Cleveland.
Þetta eru frábærar breytingar til batnaðar hjá Ainge, en það stærsta er þó eftir.
Ainge tók alla á eintal í liðinu og skipaði þeim að komast í betra form. Antoine Walker hefur nú verið í mikilli þjálfur og hefur misst 17 pund. Einnig hefur heyrst að Vin Baker sé í endurhæfingu og gera menn sér það í hugarlund að hann geti skilað um 8 stigum og 6 fráköstum af bekknum, ef það gerðist yrði hann mikilvægur hlekkur í liðinu.
Greinilegt er að Ainge er að gera frábæra hluti, hann hefur breytt liðinu án þess að breyta mikilvægasta kjarnanum. Paul Pierce er sagður vera í besta formi sem hann hefur nokkurntíma verið í og er búinn að eyða miklum tíma í lyfitngasalnum, en hann var ósáttur með útreiðina sem hann fékk inn í teig andstæðinganna og telur að hann þurfi að styrkja efri hluta líkamna síns.

Greinilegt er að Boston verða með skemmtilegt lið í vetur, þeir eru með meiri hraða, meiri styrk en umfram allt meira sjálfstaust.

ÁFRAM CELTICS