Það getur bara ekki verið sanngjarnt fyrir lið eins og Minnesota,Phoenix ofl þau eru að spila í þessari rosalegu vesturdeild á meðan lið fyrir austan sem kannski komast inní úrslitakeppnina númer 3 kæmust ekki einu sinni inn vestan meginn!
Við erum að tala um
Spurs meistararnir með Duncan, Parker,Ginobili og Jackson allir betri en þeir voru í fyrra! ég tala ekki um ef þeir ná í einhvern góðan stóra leikmann til að fylla skarð Robinson!

Lakers Kobe og Shaq með role góða role players það er nú allveg nógu hættulegt en þeir bæta sig þar sem þeim vantaði hjálp lang mest undanfarin á leikstjórnanda og kraft framherja og enga aðra en Karl Malone og Gary Payton! Þeir hafa reyndar báðir verið betri en þeir eru samt MIKLU betri en Fisher og Walker!!
Það verður náttúrulega fáránlegt að sjá þetta byrjunarlið í Lakers búning en ekki stjörnuleik
Shaq
Malone
George
Bryant
Payton.
Þetta verður fróðlegt!

Kings ennþá með topp topp lið ef þeir haldast heilir heilsu þá eru þeir jafn góðir eða betri en undanfarin 2 ár!

Mavs reynslu meiri og harðari! Betri en í fyrra!

Minnesota með Cassell og ef þeir ná Howard, plús Garnett og Hudson þá verða Wolfes með sitt lang besta lið síðan bara aldrei Minnesota hefur adrei verið með eins sterkt lið og þvílík óheppni hjá þeim að vera fyrir vestan!

Portland þeir eru ennþá góðir með Wallace,Wells og Zach Randolph var að sína stjörnu takta i fyrra plús þeir eru bara með svo hæfileikaríkan hóp að maður getur bara ekki skrifað þá út!

Phoenix sem gáfu Spurs þeirra erfiðustu seríu í úrslitakeppninni í fyrra með Stephon Marbury einn al besta leikmann deildarinnar og verður bara betri og betri, Shawn Marion og svo Amare Stoudamire orðinn ári eldri og virkilega gæti farið að nálgast að verða stjörnuleikmaður! Þeir verða betri!

Houston með Francis,Yao og Mobley, Griffin hefur alla burði til að verða stjarna, en veltur þó mest á honum í vörnunni eins og er, Yao ári eldri og betri plús með Van Gundy nýja þjálfara sem getur látið þá verjar almennilega þeir verða betri!

Þetta verður rosalegt tímabil! Síðan veit maður náttúrulega ekkert hvað gerist hjá Clippers eða Golden State bæði lið með rosalega hæfileika góða þjálfara en það kemur í ljós hvað geris með free agents leikmennina sem þeir eru með.