Jæja nú fer biðin að styttast í að það að félagslið landsins hefji æfingar á fullu eftir ágætt sumarfrí. En sum liðin hafa reynt að ná forskoti á aðra með sumaræfingum t.d. ÍR og einstaklingsæfingar.
Núna stendur yfir Hraðmót ÍR í Seljaskóla og eru þar komin saman ÍR, Keflavík, UMFG,Haukar,Fjölnir og KR og munu þau etja kappi hvert kvöld þessa viku. Margir ungir leikmenn eru þarna á mótinu og eru að öðlast reynslu sem meistaraflokksleikmenn og er gaman að sjá Magnús Pálsson í Fjölni aftur.
Í enda seinasta tímabils sigruðu Njarðvíkingar bæði Íslands- og bikarmeistaratitlana með sína stjörnuleikmenn innanborðs. En þeir unnu unga ÍRinga sem komu flestum á óvart að komast í undanúrslit og síðan lögðu þeir Hauka eða Keflavík. Fjölnir áttu ekki eins gott tímabil og margir héldu að þeir myndu eiga og náðu þeir ekki að tryggja sér sæti í undanúrslitum í Íslandsmótinu.
Margir leikmenn eru nú horfnir úr Drengjaflokki og má þar nefna Pálmar (Fjölnir), óli (Njarðvík), Fannar (ÍR), Sævar(Haukum) og margir aðrir frábærir leikmenn.
Hvernig lýst ykkur á næsta tímabil? Munu ÍRingar sigra og bæta fyrir seinasta tímabil eða verður það Njarðvík eða hvað þá Íslandsmeistarar Fjölnis. Sjálfum lýst mér best á lið ÍRinga en þó munu nokkrar stjörnur þaðan hverfa næsta tímabil þeir Sveinbjörn Claesen og Baldur Ólafson en þeir ætla að athuga Ameríku. Þó eru eftir Jakob Egilsson, Halldór Fannar, Skúli Ingibergur, Haukur Gunnarsson og Pavel Ermolinskji.
Endilega segið ykkar álit á næsta tímabili, er ekki komin spenna fyrir næsta vetri??