Marcus Camby leikmaður New York var dæmdur í 5 leikja bann af NBA fyrir að reyna að kýla Danny Ferry leikmann San Antonio í leik liðanna á sunnudaginn. Camby var brjálaður eftir að Ferry potaði fingri í auga hans (líklega óvart) og brást við með því að reyna að kýla Ferry, hann hitti hann hinsvegar ekki en höfuð hans skall hinsvegar í höfuð Jeff Van Gundy þjálfara New York sem reyndi að ganga á milli þeirra. Það þurfti að sauma 12 spor í höfuð Van Gundy. Camby beið síðan fyrir utan búningsherbergi San Antonio í 20 mínútur og var ekki runnin reiðin, öryggisverðir ásamt Larry Johnson fengu Camby til að yfirgefa svæðið.
Þessi dómur er alls ekki í samræmi við aðra dóma NBA í svona málum, fyrr á tímabilinu fékk Charles Oakley hjá Toronto aðeins þriggja leikja bann fyrir að gefa Jeff McInnis einn á lúðurinn. Camby hitti ekki einu sinni Ferry, og ég tek það fram að þessi dómur tók aðeins tillit til þess sem gerðist inni á vellinum. Shaquille O'Neal og Charles Barkley lentu líka í slagsmálum í fyrra og fengu þá aðeins eins leiks bann. Það er greinilegt að það skiptir máli hvort það er Jón eða séra Jón.
Sambærilegt mál er einmitt í gangi núna á Íslandi þar sem Örvar Kristjánsson leikmaður Stjörnunnar fékk tveggja leikja bann fyrir kjaftbrúk og svoleiðis meðan fyrr í vetur fékk Magnús Gunnarsson, Keflvíkingur og landsliðsmaður, líka tveggja leikja bann fyrir að kýla Halldór Kristmannsson hjá ÍR þannig að það þurfti að sauma mörg spor í andlit hans. Tveir leikir er náttúrulega alltof lítið fyrir svona líkamsárás.
jogi - smarter than the average bear