Hvað er að gerast í NBA þessa daga?
Mikið hefur verið að gerast þessa dagana í NBA en núna eru að hefjast Undanúrslit í playoffs úrslit voru kynnt í verðlaunum og einn af frægustu PG í NBA er hættur eftir 19 ár, en í Playoffs keppir Detroit Pistons(endaði í 1. sæti í austurdeildinni) við Philadelphia 76ers(4. í austurdeildinni),New Jersey Nets(2. í austurdeildinni) við Boston Celtics(6. í austurdeildinni), San Antonio Spurs(1. í vesturdeildinni) við L.A. Lakers(5. í vesturdeildinni) og Sacramento Kings(2. í vesturdeildinni) við Dallas Mavericks(3. í vesturdeildinni).
Breyting varð á úrslitakeppninni þetta kepnistímabil þar sem lið í 16 liða úrslitum varð að vinna 4 leiki til að komast áfram og var mér sagt að þessi breyting hafi verið gerð til að gera það erfiðara fyrir neðri lið að vinna þau betri og þar af leiðandi að gera undanúrslitin betir.
Þar sem enginn sweepaði 16 liða úrslitin er hægt að segja að þau hafi verið talsvert spennandi og að mínu mati komu nokkur úrslit svolítið á óvart, en það kom mér einna mest á óvart hvað suns stóðu í spurs en spurs höfðu heimaleikjaréttinn og höfðu aðeins tapað 8 leikjum heima á leiktíðinni, og þeir héldu því líka áfram á móti suns en þessir 2 leikir sem þeir töpuðu voru báðir á heimavelli suns.
Það kom mér einnig á óvart að Boston skildu vinna Pacers og stundum völtuðu hreinlega yfir þá en í seinasta leiknum unnu þeir með 20 stigum og alt virtist vera að ganga upp , það verður gaman að fylgjast með þeim á móti nets en það stóð ekki alveg undir væntingum(að mínu mati) þetta season vegna misheppnaðra leikmannaskipta fyrir tímabilið, þrátt fyrir að vera í 2. sæti í austurdeildinni og komið í undanúrslit þá voru þeir aðeins með 59% sigurhlutfall sem hefði verið 7. sæti í austurdeildinni.
Fyrir stuttu var tilkynnt val fréttamanna og sjónvarpsíþróttamanna(“sportswriters and broadcasters” kann ekki að þýða þetta betur) á NBA MVP eða Most Valuable Player en þar Var Tim Duncan í 1. sæti þar sem hann var 60 af 119 mögulegum í fyrsta sæti, í öðru sæti var Kevin Garnett og í því þriðja var Kobe Bryant.
Mörg verðlaun er alltaf veitt eftir hvert tímabil í NBA og hafa þau öll að ég held verið veitt núna,
Amare Stoudemire,Suns varð Rookie of the year
Gregg Popovich,Surs varð þjálfari ársins
Ben Wallace,Pistons varð Defencive Player of the year
Bobby Jackson,Kings varð Sixth man
Gilbert Arenas,Warriors var most improved
og David Robinson,Spurs fékk J.Walter Kennedy Citizenship award (fyrir þá sem vita það ekki þá er þetta verðlaun fyrir góðgerðarstarfsemi utan vallar)
Eftir að Utah Jazz duttu út á móti Sacramento tilkynnti hinn mikli leikmaður John Stockton að hann væri hættur eftir 19 ár með félaginu og í deildinni, Hann afrekaði mikið á þessum 19 árum en hann er Hæstur í sögu NBA með 15806 stoðsendingar og 3265 stoðsendingar, hann var valinn í hóp 50 bestu leikmanna sem hafa spilað í NBA árið 1996, Stockton hefur verið Utah mjög hliðhollur, hann spilaði í öllum leikjum Utah í 17 ár af 19 og er næst efstur yfir flesta leiki spilaða eða 1504 leiki. Það tæki mig heila eilífð að telja upp öll þau met sem þessi frábæri leikmaður á og það er mikill missir fyrir Utah að hann sé að hætta.
Auðvita var MJ líka að hætta fyrir stuttu en hann er að margra mati besti körfuboltaleikmaður allra tíma og ég get svo sem alveg eins tekið undir en mér finnst að það sé búið að skrifa nóg um hann og hanns afrek þrátt fyrir að ég beri mikla virðingu fyrir þeim.
Takk fyrir og vonandi höfðu þið gaman af þessum lesningi
Kveðja Gísli