<i>Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fór fram um helgina í Stykkishólmi. Þar felldu þingfulltrúar tillögu þess efnis að fækka liðum úr 12 í 10 í úrvalsdeild karla frá og með næsta keppnistímabili. Það verður óbreytt keppnisfyrirkomulag í úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild. Aftur á móti verður það að teljast til tíðinda að samþykkt var á þinginu að fella niður höft á fjölda erlendra leikmanna en liðin þurfa að starfa eftir ákveðnu launaþaki.
Þar með geta lið fengið til sín eins marga erlenda leikmenn og þau telja sig hafa not fyrir að því gefnu að kostnaðurinn við tilkomu leikmannanna falli undir launaþak sem sett verður á í sumar. Stjórn KKÍ er ætlað að útfæra reglugerð um fyrirkomulag launaþaksins, og viðurlög við brot á launaþaksreglunni.</i>
<b>Þetta sá ég á mbl.is. Er þetta eitthvað sem að við erum sátt við? Gerir þetta eitthvað gott fyrir íslenska körfuknattleiksmenn. Spáum aðeins í því ef að eitt lið fær peninga frá einhverjum góðum gæja og kaupir 3 góða kana. Það þýðir að öll hin liðin halda að þau þurfi að kaupa kana til þess að meika það að vera með í slagnum. Á endanum fara allir peningar félagsins í meistaraflokkin og yngriflokkarnir verða skildir eftir með skítaþjálfara og allir hætta að nenna að æfa og við endum á því að horfa á deild sem er full af útlendingum.
Mér finnst að það eigi bara að vera 1 útlendingur leyfður í hverju liði. Það er allavegana mín skoðun.</