Kraftframherji San Antonio Spurs, Tim Duncan, var valinn MVP og var með 60 atkvæði. Eftir honum var Garnett með 43 atkvæði, Kobe 8
og T-Mac 4. En spurningin er, átti hann þetta skilið?
Mér sjálfum finnst hann vera búinn að spila mjög vel og taka miklum framförum sem liðsspilari og Spurs sýndu frábæran árangur í deildinni og urðu efstir. Þótt hann hafi ekki skorað eins mikið og Kobe og T-Mac hefur hann náð urmul af fráköstum og varið þó nokkur skot. Ef einhver vill segja að Shaq ætti meira skilið en hann, má skjóta sig.
Margir töldu baráttu T-Mac, Kobe og Garnett um MVP. Nú vil ég heyra fleiri álit, því ég hef verið þekktur fyrir hlutdrægni. Endilega skulu allir koma með álit um þetta mál.
