Jæja, þá er tímabilið búið og úrslitakeppnin tekur við. Ákveðið er hverjir mæta hverjum. Ég ætla að fara aðeins yfir 1. umferðina eins og hún kemur mér fyrir sjónir.
Byrjum á Austrinu.
Detroit (1) - Orlando (8)
Byrjum á áhugaverðri staðreynd; Efsta lið Austurdeildarinnar hefur ALLTAF nema einu sinni komist alla leið síðustu 13 árin.
Þessi viðureign á eftir að snúast um það hversu heill Ben Wallace verður. Hann er búinn að vera meiddur síðustu leiki og án hans eiga Orlando talsverðan möguleika. Detroit segja að Wallace eigi að vera heill fyrir leik númer 1. Án Wallace þá vann Detroit 3 af 5 leikjum sínum og í þeim síðasta þá var gamla kempan Danny Manning stigahæstur allra. Detroit hefur gríðarlega mikla breidd og algerlega ólíkt Orlando geta treyst á mikið af stigum frá mörgum leikmönnum.
Liðin mættust þrisvar á tímabilinu og Detroit vann 2 og eini leikurinn sem Orlando vann var leikur þar sem að Grant Hill var með og spilaði sæmilega og T-Mac var með 46 stig. Ég held að Detroit vinni þetta, en það verður ekkert auðveld, ég held að Detroit hefði frekar viljað fá Milwaukee.
New Jersey (2) - Milwaukee (7)
Þetta verða skemmtilegir leikir. Payton vs. Kidd, gömlu vinirnir mætast. Spurningin er hversu heill verður Dikembe Mutombo, ef hann verður heill og góður þá verður þetta enginn spurning, Bucks hafa enga leikmenn undir körfunni. Ég held að New Jersey vinni, sérstaklega þar sem að Mutombo er kominn aftur. En ef Mutombo verður lítið sem ekkert með, þá á Milwaukee eftir að stríða New Jersey. Sam Cassell og Gary Payton eru báðir með mjög mikla reynslu og þeir eru númer 1,2,3 og 4 í þessu Bucks liði.
Indiana (3) - Boston (6)
Boston er furðulegt lið. Þeir geta hitt stundum ÓTRÚLEGA vel, en oftar en ekki þá geta þeir varla skorað í sína eigin körfu. Spurningin er hvernig þeir verða núna.
Indiana hafa verið óstöðugir á þessari leiktíð. Ég hef ekki mikla trú á þeim, og ég held að þetta einvígi verði að minnsta kosti 6 leikir og jafnvel 7 leikir. Það verður lítið skorað og ég held þetta verði leiðinlegt einvígi. Indiana var með einn besta heimaleikja árangurinn í deildinni. Þeir vinna á því að hafa heimaleikjarétt.
Philadelphia (4) - New Orleans (5)
Þessi viðureign á eftir að snúast að mestu um einn leikmann, Allen Iverson. Hann á eftir að skora hátt í 40-50 stig í þeim leikjum sem Sixers vinnur. Philadelphia klúðraði síðustu leikjunum, sem gerði það að verkum að þeir eru ekki ofar.
New Orleans eru með áhugaverðan hóp. Jamal Mashburn, Baron Davis, David Wesley og P.J. Brown og flestir þeirra hafa aldrei spilað betur. Baron Davis er að stíga upp úr meiðslum en virðist vera búinn að ná sér að fullu. Liðin hafa mæst þrisvar, tvisvar í Philadelphia, en af þessum 3 leikjum hafa New Orleans unnið tvo. Þetta er í raun einfalt; Ef New Orleans ná að stoppa Iverson, þá vinna þeir, annars ekki. Ég er ekkert mjög viss um að Philadelphia vinni, þó ég mundi veðja á það, enda eru þeir með heimaleikjarétt.
Vesturdeildin
San Antonio (1) - Phoenix (8)
Byrjum á tölfræði. Liðin hafa mæst 4 sinnum, en þrisvar hafa Phoenix unnið. Phoenix hafa verið að koma upp á réttum tíma. Stephon Marbury, “Penny” Hardaway, Shawn Marion og Amare Stoudamire. Þeir eru með þrusugott lið, sem sýnir hversu frábær Vesturdeildin er.
Phoenix hafa slaka menn undir körfunni. Það segir ýmislegt að Marion sé að taka flest fráköst hjá þeim. Hver mundi ná frákasti ef þess þurfti? Duncan eða Marion?? Nákvæmlega, Suns geta ekkert stoppað San Antonio undir körfunni auk þess sem San Antonio hefur besta varnarlið deildarinnar. San Antonio vinnur í 4, 5 eða 6 leikjum, en það verður ekkert auðvelt.
Sacramento (2) - Utah (7)
Hvernig fór þetta í fyrra? Já, 3-1, og núna er Malone og Stockton árinu eldri, sem er mínus í þeirra tilviki! Liðin mættust 4 sinnum á tímabilinu og 3 sinnum unnu Kings. Þetta fer 4-0 eða 4-1, fyrir Kings ef einhver var í vafa.
Dallas (3) - Portland (6)
Þetta verður tvísýnt. Portland gáfu eftir þegar þeir þurftu einmitt að gefa í, en það er ekkert nýtt þegar Portland á í hlut. Spurning hér verður hvort Dallas nær að halda sínu tempoi gangandi, þetta hraðaupphlaupsspil. Michael Finley hefur verið meiddur og verður tæplega heill á laugardaginn. Á þeim leikjum sem Finley var ekki með þá tapaði Dallas öllum sínum leikjum gegn Vesturdeildarliðum. Dirk Nowitski hefur verið að brillera síðustu leiki og hann og Steve Nash þurfa að sjá um þetta að mestu. Ég hef alls ekki trú á þessum liðunum, en annað hvort liðið verður að vinna. Mér finnst Dallas vera líklegara.
Minnesota (4) - LA Lakers (5)
Þetta verður skemmtilegt einvígi. Verst fyrir Minnesota að þeir hafa ekki mann til að stöðva Shaq (ef sá maður er til). Kevin Garnett þarf að vanda að gera allt sjálfur, þótt að Wally Szczerbiak hafi verið að spila vel í síðustu leikjum. Minnesota þurfa að stöðva Shaq og Kobe, og það geta þeir ekki. Lakers hafa unnið 8 af síðust 9 leikjum sínum, allt gegn Vesturdeildarliðum. Liðin mættust 2 sinnum eftir að Shaq kom aftur og Lakers unnu báða leikina örugglega. LA Lakers vinnur þetta einvígi í 4,5 eða kannski 6 leikjum. Það verður aldrei spurning. Sigurliðið úr þessu einvígi mætir San Antonio/Phoenix.