Ég er harðkjarna Spurs aðdáandi og held mikið upp á Tim Duncan, David Robinson, og Tony Parker.
Spurs unnið fjórtán af síðustu sextán leikjum sem er rosalegur árangur. Þeir standa núna í þriðja sæti vesturdeildar með 53 sigra og 20 töp. Held ég og vona að þeir muni alla vegna komast í úrslit vesturdeildar ef ekki bara all leið og vinna titilinn!
Tim Duncan og Tony Parker eru báðir í toppformi og munu gera allt sem þeir geta til að ná titlinum. Ekki má gleyma hinum leikmönnunum sem hafa verið að standa sig rosalega vel t.d. Bruce Bowen, sem er einn af fáum sem ræður við Kobe Bryant. Malik Rose, sem kemur af bekknum og veldur usla undir körfunni. Einnig náttúrulega fyrirliðanum sjálfum David Robinson, sem hefur engu gleymt.
Ungir og efnilegir leikmenn eins og Emanuel Ginobili og Stephen Jackson hafa komið töluvert á óvart og munu þeir styrkjast á hverju ári. Parker og Duncan er líka kornungir og því má segja að framtíðin er björt hjá Spursurum.