Mér finnst í fínu lagi að koma einhverri grein hingað inn, enda hefur ekkert verið að gerast hérna í nokkrar viku. En mér finnst samt það eigi að ganga yfir allar greinar sem sendar eru inn, ekki bara þær sem Goat skrifar.
Annars er Allen Iverson að spila vel síðustu daga, á öllum hliðum körfuboltans, enginn spurning um það. En hinir eru líka að spila vel, t.d. Eric Snow, Derrick Coleman og Keith Van Horn sem báðir spiluðu mjög vel í fyrrihluta Mars. Philadelphia eru að skríða upp Austan megin, enda eru lið eins og Indiana og NJ Nets algerlega að skíta á sig. Ég held að Philadelphia nái 2. sætinu. Þeir geta komist langt í playoffs, en ég efast um að þeir vinni Detroit, sem að mínu mati er langbesta liðið í Austrinu. Larry Brown er einn besti þjálfarinn í deildinni og veit hvernig á að ná sem mestu út úr þessu liðið og sýndi snilli sína þegar hann setti Coleman í Centerinn þar sem hann hefur verið að standa sig ótrúlega vel.