Sælt veri fólkið,
Jæja, ég held það sé kominn tími til að senda inn smá grein um Orlando. Það hefur mikið verið talað um þá núna og menn eru orðnir bjartsýnir í þeirra garð eftir skiptin við Memphis. En er þetta bóla sem springur?
Að mínu mati, ég endurtek, að mínu mati er Orlando með besta körfuboltamann í heimi í sínu liði í Tracy McGrady og bara það ætti að fleyta liðinu nokkuð langt. En það hefur hins vegar ekki gert það því liðið hefur raunverulega haft sorglega leikmenn við hliðina á honum; Darrel Armstrong, Pat Burke, Andrew DeClercq, Pat Garrity, Steven Hunter, Shawn Kemp, Olumide Oyedeji, Jeryl Sasser og Jacque Vaughn auk Grant Hill sem því miður virðist vera búinn að vera. Þ.e.a.s. þangað til nýju mennirnir, Gordan Giricek og Drew Gooden komu til liðsins.
Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, ætli Orlando-liðið myndi vera fyrir neðan Cleveland ef þeir hefðu ekki Tracy? Ég hallast að því. Það er fróðlegt að bera þetta lið saman við liðið á miðjum 10. áratugnum þegar þeir komust m.a. í Úrslitin :
PG: Hardaway
SG: Anderson
SF: Scott
PF: Grant
C : O'Neal
Auk þess voru menn þarna einsog Royal, Bowie, Skiles og fleiri. Það sér það hver maður að Orlando-liðið þarf eitthvað meira og það miklu meira en það hefur núna til að gera alvöru atlögu að meistaratitlinum. En hvað þarf liðið? Hvað finnst ykkur?
Í sumar er heill haugur af “Free Agent”-um s.s. E.Brand, T.Duncan, R.Hamilton, J.Howard, J.Kidd, K.Malone, Miller-arnir þrí, Andre, Brad og Reggie, J.O'Neal, G.Payton, S.Pippen, C.Robinson, og fleiri og fleiri. Hvað er raunhæft að liðið fái sér og hverja geta þeir hreinlega fengið sér m.v. að Grant Hill verði áfram?
Í vikunni koma kannski Chris Whitney og Tyrone Hill, teljiði að þeir geti styrkt Orlando nægilega til að þeir geti gert einhverjar rósir í úrslitakeppninni? Byrjunarliðið gæti þá litið svona út :
PG: Chris Whitney
SG: Gordan Giricek
SF: Tracy McGrady
PF: Drew Gooden
C : Andrew DeClercq
Armstrong, Vaughn, Garrity, T.Hill og Kemp væru þá mennirnir sem myndu koma inn á eitthvað af viti af bekknum. Samt finnst mér þetta hálfslakt og brothætt lið sem myndi nær eingöngu snúast um Tracy. En hvað varð annars um Pat Burke, maðurinn byrjaði af þvílíkum krafti en svo bara hvarf hann? Hann situr alltaf á bekknum en fær aldrei tækifæri.
En ég held ég láti þetta duga í bili, takmarkið er að skapa umræðu um Orlando sem mér sýnist sem svo að eigi sér all nokkra fylgismenn hér á landi og þér sér í lagi hér á huga.
Látið nú ljós ykkar skína :)
Með Valskveðju,