Það hlaut að koma að því. Lakers eru komnir í 7. sæti og Utah er ekki langt undan. Segjum svo að Lakers endi í 7. sæti og mæti þar með liði í 2. sæti, þá er alveg ljóst að það lið í 2. sætinu verður ekki öfundsvert og klókir þjálfarar munu gera allt til að sitt lið þurfi ekki að mæta Lakers í 1. umferð. Eins og Friðrik og Torfi á Sýn sögðu á sunnudaginn þá hafa þeir ekki trú á að Dallas geti unnið Lakers. Eins og staðan er núna eru Sacramento og San Antonio jöfn í 2. sætinu og annaðhvort þessarra liða þarf að mæta Lakers. Það er spurning hvort að svona snemma verði úrslitin ráðin, því ég held að ef Lakers vinnur Sacramento í 1. umferð þá eiga þeir titilinn. Þó svo að Lakers hafi ekki heimaleikjarétt. Þeir eru bara með besta liðið, langreyndasta og besta þjálfarann, langmestu reynsluna og vita hvernig þeir þurfa að gera þetta í playoffs.
Friðrik gekk svo langt að segja að hann telji ekkert lið geta skákað Lakers og ég held að það sé rétt. Ég sé ekki Dallas vinna titilinn og þótt að San Antonio séu að spila vel og séu með góða vörn, þá hafa þeir ekki nægilega gott lið. Ekkert lið í Austrinu er nægilega sterkt, en þó er alveg ljóst að eitt lið úr Austrinu kemst alla leið og þá er aldrei að vita, en við munum hvernig Lakers tók NJ í fyrra, Philadelphia í hitt í fyrra og Indiana þar á undan. Ef það verður eitthvað lið sem á eftir að vinna LA Lakers þá verður það Sacramento.
Til þess að vinna Lakers þá þarf að stöðva Kobe, sem er besti leikmaður NBA í dag ásamt McGrady, og ef það tekst þá þarf að stöðva besta Centerinn í NBA í dag. Ekkert lið í NBA getur þetta og það hefur sýnt sig að í playoffs þá er Shaq óstöðvandi og miðað við framboðið af góðum Centerum í dag þá verður enginn breyting á því þó svo að Shaq sé ekki alveg heill.
Það hefur lítið komið á óvart í playoffs síðustu árin og ég á erfitt með að sjá eitthvað til eftir að koma mikið á óvart þetta ár. Vissulega er lið eins og Minnesota, San Antonio, Detroit og Dallas að standa sig frábærlega vel síðustu vikurnar, en ég get einhvern veginn ekki séð þessi lið komast alla leið.