Ég bara verð að segja þetta jafnvel þó að margir munu verða mér ósammála þá þarf að líta á heildarmyndina.
Kobe hefur alla tíð verið gagnrýndur fyrir að gefa ekki boltann heilu leikina og er það ekki að ástæðulausu. Þú getur ekki spilað körfubolta án þess að gefa, það er náttúrulega augljóst. Maðurinn hefur gífurlega hæfileika og sýnir þá t.d. með að hlaupa upp með bolta fara í gegnum tvo-þrjá menn og troða svo, ég nenni ekki að horfa á þetta 4-5 sóknir í röð. Hann hefur verið að reyna sverja þetta af sér en maður sem skorar 48% stiga lakers með Shaq og fleiri innanborðs getur ekki verið góður fyrir liðið. Auðvitað er þetta magnað hjá Kobe að geta þetta (ég veit ég gæti þetta ekki) en það er ekkert erfitt að setja stopp á hann, setja bara einn fljótan og sterkan á hann og hefur það oft virkað (þó ekki alltaf verð ég að bæta við) og þá tapar lakers í flestum tilvika. Að líkja Kobe við Jordan er fásinna, Jordan var (og er meira segja) mun betri, Jordan var gagnrýndur þó fyrir að hafa sama sem ekkert spilað boltanum fyrstu árin og svaraði hann til baka að hann væri eini í liðinu sem gæti eitthvað. Phil Jackson var fljótur að redda því því næsta season voru menn eins og Scottie Pippen, Horace Grant, John Paxton og Bill Cartwright komnir í liðið. Kobe getur ekki notað þessa afsökun því Shaq, Fox, Horry og Fisher eru allt leikmenn sem geta skorað fengju þeir SÉNS!. Sjáum Jordan aftur, leikmaður sem getur skorað hvaðanæva af vellinum (líka Kobe), rakið boltann upp (líka Kobe), heldur boltanum vel (Kobe heldur honum aðeins of vel:) og getur alltaf gefið og sérstaklega nú á “elliárum” sínum er hann iðinn við að gefa (Þessi hæfileiki gleymdist einhversstaðar hjá Kobe). Það er einmitt það, Kobe er í of góðu liði, skellum honum í Hawks eða Bulls, þar myndi hann hæfileikar hans blómstra.
Ég get komið með fleiri rök og geri það einhvern tímann en nú þarf ég að læra.
btw ég er ekki að reyna stofna til rifrilda bara mín skoðun á hvað Kobe er ofmetinn leikmaður.