
Ég verð nú bara að hrósa manninum og ég vil minna á það að ég er ekki Lakers og ég hata hreinlega þennan leikmann en hann er að senda skilaboð til allra sem segja að Lakers komast ekki í úrslitakeppnina og að hann sé bara einspilari (sem hann gerði reyndar í leiknum en hey, 7 stoðsendingar). Smá tölfræði pælingar en þetta er í annað skipti í nokkrum leikjum þar sem Bryant skorar yfir 50 stig, þetta er sjötti leikurinn í röð þar sem Bryant skorar yfir 40 stig og sá 10. í röð þar sem hann skorar yfir 35 stig (alltaf gaman af smá tölfræði).