Í ljósi ótrúlegrara frammistöðu Kobe Bryants undanfarnar vikur hef ég tekið eftir að maðurinn sem stendur honum næst eða jafnfætis í leikni og hæfni á vellinum Tracy Mcrady hefur verið ótrúlegur í vetur og langar mig aðeins til að skrifa um hann.
Tracy Mcrady var valinn 9 í fyrstu umferð nýliða valsins árið 1997 til Toronto Raptors sem sáu gríðarlega hæfileika í drengnum á bjuggust við stórum hlutum frá honum í framtíðinni en hans fyrstu tímabil með Raptors átti hann erfitt uppdráttar og lenti í svipuðu og Tyson Chandler og Kwame Brown eru og voru að lenda í fyrstu tímabil sín það er að segja eitt kvöldið fékk hann að spila og síndi ótrúleg tilþrif og þvílíka hæfni en svo næsta leik leit hann út fyrir að vera tíndur þarna útá vellinum og ekki vita hvað hann átti að gera.
Tímabilið 97-98 spilaði hann að jafnaði 18 mínútur í leik og skora 7 stig að meðaltali.
En síðan kom annað tímabil og gekk hann og Raptors inní það með stórar og miklar væntingar til unga stráksins og átti þetta að vera hans break out season en enn átti hann í erfiðleikum með að vera consistent og annar nýliði að nafni Vince Carter sem Raptors völdu það árið stal algerlega senunni frá Mcrady og tók ekki langann tíma fyrir Raptors að átta sig á að þetta væri peningamaðurinn og ákváðu þeir að leggja llt sitt traust á Carter og virtust þeir hafa gleymt Mcrady og hans gríðarlegu hæfileikum þarna á bekknum og ekki hjálpaði til að Mcrady meiddist og misti af nokkrum leikjum á sínu öðru tímabili og endaði tímabilið sem mikil vonbrigði fyrir strákinn á meðann Carter fjarskildur frændi hans baðaði sig í stjörnuljómanum og var orðinn einn allra vinsælasti leikmaður deildarinnar. Mcrady endaði árið með 49 leiki 1 start 22 mínútur í leik og 9,3 stig.
Tímabilið 99-00 var svona hálfpartinn showcase ár hjá honum en gallin var að hann var aðeins of seinn að verða góður og þar af leiðandi var Carter orðinn maðurinn og Mcrady bara hinn ungi háfleigi frændi hans sem var ekki jafn góður í neinu en Mcrady náði þó að sanna sig nokkuð vel það tímabil vann sig inní byrjunarliðið og einbeitti sér af því að spila góða vörn og því var farið að tala um að hann gæti orðið Pippen hans Carter,
Mcrady spilaði betur og meira þetta 3 tímabil sitt í deildinni þar sem hann byrjaði 34 af 79 leikjum sínum og skoraði 15 stig að meðaltali í leik og naði að sína hvað í honum bjó sérstaklega í úrslitakeppnini í fyrstu umferð gegn Knicks þá var Carter gersamlega tekinn í ——- af sterkri vörn Knicks og spilaði vægast sagt hræðilega í 3-0 tapi Raptors í fyrstu umferð en bjarti punkturinn var þó leikur Mcrady í þessum leikjum þar sem hann var skindilega farinn að skora 25-35 í hverjum af þessum leikjum og halda Raptors inní leikjunum.
Þessi frammistaða opnaði augu framkvæmdarsjóra í deildinni þar sem Mcrady var free agent þetta sumarið fékk hann mörg tilboð en hann sættist á Orlando sem þó voru ekki allveg vissir hvað þeir væru að fá.
Tímabilið 00-01 hans fjórða tímabil í deildinni og fyrsta sem verðandi super stjarna í deildinni með Orlando Magic fór hann fram úr öllum væntingum sem nokkur hafði til hans og hjálpaði það til að Grant Hill meiddist og spilaði lítið sem ekkert það tímabil og lenti byrði sóknarinnar á honum og honum einum.
Hann spilaði 77 leiki 40 mín að meðaltali í leik ásamt því að skoa 26,6 stig, taka 7,5 fráköst og gefa 4,6 stoðsendingar tími hans var kominn hann var orðinn stórstjarna í deildinni!
Síðan þá hefur hann vaxis sem leikmaður og er í dag almennt talinn vera annar tveggja leikmanna í deildinni sem eru í sérklassa og skera sig frá restinni með ótrúlegum alhliða leik og hæfileikum.
Þeir eru Kobe Bryant og Tracy Mcrady það er sama hver þú telur vera betri staðreindin er að þeir eru eins nálægt hvorum öðrum í hæfni og getu og nokkur getur og því skil ég allveg fólk segir að Bryant sé aðeins betri eða Mcrady sé aðeins betri hvorugur leimaðurinn er mikið betri en hinn en eitt er ljóst að þessir tvier leikmenn eru meðal 5 allra bestu leikmanna í NBA deildinni í dag.
Í ár er Mcrady
eftir 47 leiki með 30,7 stig, 6,7 fráköst, 5,0 stoðsendingar.
Á meðan er Kobe með 29,,7 stig, 7,1 frákast og 6,5 stoðsendingar í leik.
Ótrúlegir leikmenn!