Ef einhver er einspilari þá er það Allen Iverson. Ef einhver tekur of mörg skot í leik, þá er það Allen Iverson. Ef einhver, fyrir utan Shawn Kemp, er slæmt fyrirmynd í NBA, þá er það Allen Iverson. Ég fíla ekki Allen Iverson, alveg eins að þú fílar ekki Kobe Bryant. Allen Iverson er að mörgu leyti mjög góður leikmaður, ótrúlega snöggur, ótrúlegt sjálfstraust og ótrúlega leikinn, en of lítill og ekki nógu hittinn. Hinsvegar þá hafa allir besta leikmenn NBA verið einspilarar, því að þeir höfðu svo mikla trú á sjálfum sér. Það á líka við um Kobe, Allen Iverson, Jordan og McGrady og allar hinar stjörnunar, fyrrverandi eða núverandi. Þeir væru ekki svona góðir ef þeir tækju ekki leikina í sínar hendur.
Jordan eða Kobe? Hvorir um sig frábærir leikmenn, þegar þeir voru upp á sitt besta. Samt enginn keppni um það hvor sé betri núna og með sama móti enginn keppni um það hvort Kobe sé betri núna heldur en Jordan þegar Jordan var upp á sitt besta. Jordan vann 6 NBA titla nokkurn veginn aleinn. Kobe vann 3 titla með Shaq. Það segir um það bil allt sem segja þarf. Jordan státar af tölfræði á sumum tímabilum sem eru eiginlega fáranleg.
Mér er samt skítsama um aldurinn. Núna er Kobe að spila þannig að það væri fáranlegt að gagnrýna hans leik og núna er Jordan að hitta þannig að það væri fáranlegt að gagnrýna ekki hans leik. Er Kobe sé einspilari? Já, enginn spurning. Var/Er Jordan einspilari?? Já, ekki nokkur vafi á því. Það segir bara mjög mikið. Það þarf að skjóta til að hitta.