Jason Richardson leikmaður Golden State varði troðslukóngstitil sinn á laugardaginn með ótrúlegri troðslu sem mun án efa verða ein af þessum klassíku eins og t.d. olnbogatroðsla Vince Carter, vindmillan hans Dr. J og vítalínutroðsla Jordans.

Úrslitaeinvígið var á milli hans og Desmond Mason, en í fyrra lenti Mason í 3ja og hann vann árið 2000. Desmond Mason hafði tekið frábæra troðslu þar sem hann tók boltann í gegnum klofið og Richardson þurfti 49 stig til að vinna (50 er það hæsta).

Hann kastaði boltanum frá hægri baseline, greip hann með hægri, setti hann milli fótanna yfir í vinstri og tróð yfir höfuðið. Hann fékk fullt hús (50) í einkunn frá dómurunum, sem voru allir fyrrverandi troðslumeistarar,Jordan, Dee Brown, Dominique Wilkins, Spud Webb og Julius Erving.

Þetta var aðeins í þriðja skiptið á seinustu 10 árum sem einhver fær fullt hús og aðeins hann og Jordan hafa unnið tvisvar í röð.

Í þriðja sæti varð Amare Stoudamire með 79 stig og í fjórða sæti Richard Jefferson með 74. Eftir keppnina sagði Richardson: „Þegar ég var í loftinu vissi ég að ég væri búinn að vinna. Ég vissi að ég gæti þetta."

——————-
Zake