Nú ætla ég að fjalla aðeins um gengi liðanna 12 í Intersport deildinni.
1.Grindavík, 28 stig - Grindvíkingarnir hafa spilað frábærlega í vetur og aðeins tapað 2 leikjum. Grindavík tapaði sínum fyrsta leik á móti Skallagrímsmönnum í Borgarnesi og einnig töpuðu þeir á móti KR í Grindavík. Þeir eru nýbúnir að fá til sín stórann bosmann leikmann sem á að bæta leik liðsins undir körfunni. Darrell Lewis er búinn að spila vel og er einn af 5 bestu könunum á landinu núna. Páll Axel og Helgi Jónas eru einnig búnir að spila vel í vetur, báðir með 19 stig að mtl. í leik. Gummi Braga tekur svo 8-9 frk. að mtl. í leik. Eiga eftir að spila við Kef(h), KR (ú), Brei(h), Nja(ú), Haukar(h), Hamar(ú)
2.Keflavík, 24 stig - Keflvíkingar hafa valdið vonbrigðum í vetur. Þeir hafa tapað fjórum leikjum í deildinni, hafa tapað fyrir Njarðvík í báðum leikjunum í vetur og einnig Grindavík á heimavelli og ÍR á útivelli. Þeir eru búnir að skipta um erlendann leikmann en Kevin Grandberg var látin fara á mjög svo óheppilegum og leiðinlegum tíma fyrir hann, en mín skoðun á málinu var “yessss” því að ég hataði þennann leikmann, ekki bara sem leikmann heldur bara leiðinlegur gaur en ég ætla ekki að segja afhverju hérna. Sá nýji heitir Edmund Saunders og er 2.03 cm á hæð. Hann er baráttuhundur og leikgleðin skín útfrá honum og “peppar” hann allt liðið upp þegar illa gengur. Damon hefur spilað ágætlega í vetur en hann þarf ekki að gera eins mikið núna eins og í fyrra því breyddin hjá Kef núna er mjög mikil. Sverrir Þór er að mínu mati búinn að vera besti íslendingurinn að mínu mati í vetur en barátta hans er gríðarleg. Gaui, Gunni E, Maggi Gun, Falur, Jonni, Davíð og Gunni Stef eru allir frábærir leikmenn sem geta allir spilað 40 mínútur í hverjum leik. Eiga eftir að spila við Gri(ú), Val(h), KR(ú), ÍR(h), Brei(ú), Snæ(h).
3.KR, 24 stig - KR-ingar hafa spilað vel í vetur og tapað aðeins 3 leikjum(eiga leik inni á móti Tindastólsmönnum). Þeir töpuðu á móti ÍR og Kef á útivelli naumlega og drullutöpuðu á heimavelli Snæfellinga með 27 stigum nú nýlega. KR-ingar eru með töluverða breydd og fáir sem skora yfir 10 stig í leik. Darrell Flake hefur skorað 31 stig að mtl. í leik í vetur og Magni Hafsteinsson og Skarphéðinn Ingason hafa skorað 11 og 12 stig að mtl. í leik í vetur. Þeir misstu Herbert Arnarson í meiðsli í nokkra mánuði og munar um minna en sem betur fer fyrir KR-inga þá voru þeir með mikla breydd. Eiga eftir að spila við Tin(h), Ska(ú), Gri(h), Kef(h), Brei(ú), Nja(h), Hauka(ú).
4.Haukar, 20 stig - Haukarnir hafa spilað frábærlega í vetur með Steve “Wonder” Johnson í broddi fylkingar. Þeir hafa tapað 6 leikjum í vetur á móti Gri, Kef, Hamri og Tindastól á heimavelli og KR og Kef á útivelli. Steve er með að mtl. 35 stig í leik, Marel Guðlaugsson 10 stig og Halldór Kristmannsson 12 stig. Haukunum var ekki spáð velgengni í vetur en sýndu það í Valsmótinu og Reykjanesmótinu að þeir gátu alveg verið í toppbaráttunni. Eiga eftir að spila við ÍR(ú), Snæ(h), Tin(ú), Skall(h), Gri(ú), KR(h).
5.Njarðvík, 18 stig - Njarðvíkingar hafa ekki spilað vel í vetur. Þeir hafa tapað 7 leikjum, á móti Haukum, Val, KR og ÍR á heimavelli og Gri, Haukum og Val á útivelli. Peter Philo var leystur undan samningi snemma móts vegna meiðslna og Gary Hunter kom til Njarðvíkinga eftir það. Kappinn hefur spilað sæmilega í vetur, skorað 25 stig að mtl. í leik. Friðrik Stefánsson og Páll Kristinsson hafa ollið mörgum Njarðvíkingum miklum vonbrigðum en Frikki er með 11 stig að mtl. í leik og 10 frk. og Páll 13 stig og 10 frk. Teitur Örlygsson byrjaði að æfa að nýju eftir slæmt gengi UMFN og hefur hann spilað þokkalega, en hann hefur skorað 12 stig að mtl. í leik. Njarðvíkingar hafa marga unga menn sem eru í 10 manna hópnum og boðar það gott fyrir framtíðina. Eiga eftir að spila við Snæ(ú), Tin(h), Skall(ú), Gri(h), KR(ú), Brei(h).
6.ÍR, 18 stig - ÍR-ingar hafa verið sprækir það sem af er móti. Þeir hafa tapað fyrir Gri, Nja og Snæfelli á heimavelli og Gri, Haukum, Tindastól og KR á útivelli. ÍR-ingar eru með breiðann hóp af ungum strákum og er Eggert Garðarson að gera góða hluti með ÍR liðið. Eugene Christopher hefur skorað 24 stig að mtl. í leik, Eiríkur Önundarson hefur verið með 19 stig að mtl., Sigurður Þorvaldsson er með 12 stig að mtl. og Hreggviður Magnússon og Ómar Sævarsson eru með 9 stig að mtl. Eiga eftir að spila við Hauka(h), Hamar(ú), Val(h), Kef(ú), Snæ(ú), Tin(h).
7.Tindastóll, 16 stig - Tindastólsmenn hafa verið slakir það sem af er móti. Þeir hafa tapað 7 leikjum, á móti KR, Nja, Snæfelli, Kef og Gri á heimavelli og Kef og Gri á útivelli. Clifton Cook er með að mtl. 23 stig í leik, Michael Andropov og Maurice Carter(farinn heim) eru með að mtl. 16 stig í leik og þjálfarinn Kristinn “Gun” Friðriksson 12 stig að mtl. Eiga eftir að spila við KR(ú), Brei(h), Nja(ú), Hauka(h), Hamar(ú), Val(h), ÍR(ú).
8.Snæfell, 14 stig - Snæfellingar hafa komið nokkuð á óvart í vetur. Snæfell hefur unnið7 leiki en hafa tapað 9 leikjum, á móti Tindastól, Gri, Hamri og Kef á heimavelli og KR, Hamri, Gri og Breiðablik á útivelli. Snæfellingar hafa ekki breiðann hóp en nokkra unga stráka sem spila nokkuð stórt hlutverk í liðinu hjá þeim. Þeir eru með frábært varnarlið og vinna flesta leiki bara út af frábærri vörn. Clifton Bush hefur skorað 24 stig að mtl. í leik og Hlynur Bæringsson 20 stig að mtl. Jón Ólafur Jónsson og Helgi Guðmundsson eru með 11 stig að mtl. Þeir eru einnig komnir í úrslit bikarsins sem verður leikinn núna um helgina. Eiga eftir að spila við Nja(h), Hauka(ú), Hamar(h), Val(ú), ÍR(h), Kef(ú).
9.Breiðablik, 12 stig - Hafa verið slakir það sem af er tímabili og ná örugglega ekki úrslitakeppninni. Hafa tapað 10 leikjum en hafa unnið Hamar 2x, Val 2x og Skallagrím og Snæfell. Kenny Tate hefur verið frábær það sem af er tímabili, en hann hefur skorað 30 stig í leik að mtl. Pálmi Sigurgeirsson kemur næstur með 18 stig, Mirko Virijevic er með 14 stig að mtl. í leik og Friðrik Hreinsson óg Ísak Einarsson eru með 10 stig að mtl. í leik. Eiga eftir að spila við Tin(ú), Skall(h), Gri(ú), KR(h), Kef(h), Nja(ú).
10.Hamar, 8 stig - Hef lítið um þá að segja. Hafa verið hroðalegir í vetur og aðeins unnið 4 leiki. Þeir hafa unnið Hauka, Val, Snæfell og Skallagrím. Þeir sendu Robert OïKelley heim á furðulegann hátt en hann var með 31 stig að mtl. í leik. Keith Vassell kom í hans stað og er hann með 20 stig að mtl. í 4 leikjum. Svavar Birgisson hefur skorað 23 stig að mtl. og Gunnlaugur Erlendsson 17 stig að mtl. í 5 leikjum. Eiga eftir að spila við Val(ú), ÍR(h), Snæ(ú), Tin(h), Skall(ú), Gri(h).
11.Skallagrímur, 4 stig - Ekkert hefur gengið hjá þeim í vetur en þeir fengu frítt sæti í Intersport-deildinni vegna þess að Þór Ak. fór á hausinn. Skallarnir hafa verið með 3 Bandaríkjamenn í vetur og sá nýjasti heitir JoVann Johnson, bróðir Damons. Donte Mathis lék frábærlega þessa 4 leiki sem hann spilaði en hann skoraði 30 stig að mtl. í leik. Skallarnir fengu líka 2 erlenda bræður til liðs við sig og eru þeir báðir með 12 stig að mtl. í leik. Hafþór Gunnarsson er með 16 stig að mtl. í leik og Pétur Sigurðsson 18 stig. Eiga eftr að spila við KR(h), Brei(ú), Nja(h), Hauka(ú), Hamar(h), Val(ú).
12. Valur, 4 stig - Þeim var spáð 0 stigum af flestum fyrir tímabilið og beint aftur niðrí 1. deild. Þeir hafa hinsvegar unnið Njarðvíkinga 2 sinnum!! í vetur. Þeir skiptu um kana um jólin og er hann með 29 stig að mtl. í leik. Evaldas Priudokas hefur skorað 17 stig að mtl. í 3 leikjum. Bjarki Gústafsson er með 14 stig að mtl. Eiga eftir að spila við Hamar(h), Kef(ú), ÍR(ú), Snæ(h), Tin(ú), Skall(h).
Spáin mín: 1.Keflavík - 2.Grindavík - 3.KR - 4.Haukar 5.ÍR - 6.Njarðvík - 7.Tindastóll - 8.Snæfell - 9.Breiðablik - 10.Hamar - 11.Skallagrímur - 12.Valur
p.s. ég var ógeðslega lengi að skrifa þetta og leita að þessu þannig að ekki koma með neitt skítakast. :)