31.janúar…L.A Lakers og Sacramento Kings mætast í fyrsta skipti í Arco Arena síðan 7.leikurinn í úrslitum Vesturdeildar var spilaður. Þar vann Lakers eftir mjög spennandi framlengdan leik. Í þetta skipti vann Lakers aftur og eru byrjaðir að sýna að þeir eru að ná fyrra formi.
Shaq og Kobe skoruðu samtals 74 stig af 124 stigum Lakers og setti Shaq niður 12/13 í vítum og tók 10 fráköst og var einnig efstur allra í stoðsendingum með 6 talsins. Kobe var með 3/6 í 3ja stiga, gaf 5 stoðsendingar og tók einnig 5 fráköst. Sacramento var aðeins einu sinni yfir í leiknum og það var þegar þeir komust 4-0 yfir í byrjun leiksins. Svo breyttist staðan í 8-4 eftir að Shaq var búinn að skora 8 stig í röð. Í fjarveru Webbers var Peja Stojakovic með jafn mörg stig og Shaq…eða 36 þ.e.a.s hann fór síðan út seint í leiknum með 6 villur.
Lakers eru nú að ná fyrra formi og munu líklegast komast í úrslitakeppnina…og ég spái að þeir komi á óvart í 7. eða 8. sæti vesturdeildarinnar og slái út Sacramento/Dallas í fyrstu umferð og komist í úrslit og vinni sinn fjórða titil í röð. En það er náttúrulega mín spá þar sem ég er alveg brjálaður Lakers aðdáandi! Erfitt að vera óhlutdrægur en ég persónulega tel þetta líklegt. Og reyndar veltur þetta líka mikið á heilsu Shaqs.
(: vill hreinskilin álit, enda er þetta mín fyrsta grein :)