Nú er tæp vika frá síðustu grein. Það er komið að nýrri greinasveiflu. Við þurfum að taka okkur á!
Svona er staðan í dag
Austurdeildin - Tölustafir gefa til kynna hversu marga leiki vantar upp í efsta lið í hvorri deildinni.
1. Indiana –
2. New Jersey 0.5
3. Detroit 1.5
4. Boston 5.0
5. New Orleans 7.5
6. Philadelphia 8.0
7. Washington 8.0
8. Orlando 8.5
9. Milwaukee 9.5
10. New York 12.0
11. Chicago 14.0
12. Miami 15.0
13. Atlanta 15.0
14. Toronto 19.5
15. Cleveland 21.5
Vesturdeildin
1. Dallas –
2. Sacramento 2.0
3. San Antonio 5.5
4. Utah 6.5
5. Portland 7.0
6. Phoenix 7.5
7. Houston 8.0
8. Minnesota 9.0
9. LA Lakers 12.5
10. Seattle 13.0
11. Golden State 14.5
12. LA Clippers 16.5
13. Memphis 19.5
14. Denver 21.5
Lakers eru að gefa í og hafa unnið síðustu 8 af 10 leikjum sínum. Í þessum mánuði hafa þeir meðal annars tapað eftir framlengingu gegn Houston í Yao Ming vs. Shaq slagnum þar sem Steve Francis skoraði 44 stig.
Önnur heit lið eru gömlu Jazzararnir. Karl Malone og Stockton eru alltaf góðir og Andrei Kirilenko og Matt Hörpuhringur standa vel fyrir sínu. Sérstaklega finnst mér Kirilenko skemmtilegur leikmaður, með 13 stig að meðaltali í leik, 54% skotnýtingu(top 10 í NBA), 2.1 varinn skot (#1 í Utah og #9 í NBA), 6 fráköst og 1,5 stolinn bolti. Allt þetta gerir Rússinn á aðeins 27 mínútum. Utah hefur unnið 4 leiki í röð, þar á meðal Seattle og NJ, þar sem að Stockton setti 25 stig á sjálfan Jason Kidd.
Eftir nokkra slaka leiki í þessum mánuði hefur Boston unnið 4 leiki í röð og hefur tekist að sigra Indiana, Philadelphia og Milwaukee. Þessir 3 leikir voru allir mjög tæpir en það er nauðsynlegt að vinna líka jöfnu leikinu. Antoine Walker var síðan valinn leikmaður vikunnar í Austrinu. Aðrir sem voru tilnefndir voru Jordan, Pierce, Cliff Robinson, Jerome Williams hjá Toronto og David Wesley.
New Jersey eiga ekki sjéns í Sacramento ef þessi lið fara í úrslitin. Eftir 36 stiga rassskellinguna gegn Kóngunum um daginn töpuðu NJ núna með 7 stigum. Framherjar Sacramento, þeir Webber og Stojakovic eru skuggalega góðir og skoruðu þeir rúm 60 stig saman. Þeir rífa niður fráköst og hitta oft 60-70%. Annars hafa NJ aðeins verið að dala eftir þvílíka rispu í síðasta mánuði og hafa þeir núna tapað 3 af síðustu 5 leikjum.
Sacramento eru með fáranlega gott lið. Þeir eru besta liðið í NBA í dag að mínu mati, án nokkurs vafa.
Portland eru með brjálaðslega brenglað lið. Rasheed Wallace var settur í 7 leikja bann af NBA fyrir að hóta dómara á bílaplani eftir einhvern leik um daginn. Síðasti leikur Wallace fyrir bannið var 38 stig gegn Memphis. Án Wallace töpuðu þeir gegn Kevn Garnett sem skoraði 31 stig og reif niður 20 fráköst. Hann hefur ekki saknað Rasheed mikið. Í staðinn fyrir Rasheed verður Zach Randolph að byrja inn á. Hann er kornungur ('81), góður sóknarfrákatari og góður sem varaskeifa fyrir Wallace en hann er enginn byrjunarleikmaður. Í síðasta leik án Wallace skoruðu 6 leikmenn TrailBlazers yfir 10 stig og 2 aðrir með 8 og 9 stig. Þeir hafa fína breidd. En næstu leikir Portlands án Wallace eru m.a. gegn Dirk Nowitski, Karl Malone og Abdur- Rahim.
Dallas hafði tapað 3 leikjum í röð þar til að þeir unnu Houston léttilega, með annars völtuðu Kóngarnir yfir þá með 30 stiga mun. Mark Cuban er án vafa hundsvekktur og hótar örugglega öllu illu ef ekkert breytist.
Ég er byrjaður að uppgötva það að ég hef engann áhuga á Austurdeildinni. Hún er bara því miður mikið slakari og miklu leiðinlegri heldur en Vesturdeildin.
Heitustu leikmennirnir í NBA. Í engri sérstakri röð.
Tim Duncan. Hversu góður getur einn leikmaður verið? Hann er eins og Jordan var fyrir Bulls. San Antonio eru hreint út sagt með lélega leikmenn fyrir utan Tim Duncan og samt eru þeir með 65% vinningshlutfall. Þeir hafa unnið 4 leiki í röð. Síðustu 3 leikir Duncan, stig/fráköst/stoðsendingar/varinn skot, 38/16/9/4, 27/9/3/4 og 32/9/2/4. Og hann hefur í öll skiptin verið með rúm 60-70% skotnýtingu. Tim Duncan leiðir liðið í stigum (6. í NBA), fráköstum (3. í NBA) og vörðum skotum (1. Í NBA).
Kevin Garnett er Minnesota liðið. Joe Smith hefur ekkert getað + meiðsli. Szczerbiak hefur lítið náð sér á strik eftir meiðsli. Terrell Brandon hefur verið meiddur allt þetta tímabil og verður út allt tímabilið. Troy Hudson, hinn leikstjórnandinn er eitthvað slappur í ökkla. Þeir hafa glataðann Center. Það skiptir ekki máli hver er þarna inn á. Kevin Garnett gæti alveg eins unnið leikina einn síns liðs. KG leiðir liðið í stigum (14. í NBA), fráköstum (2. í NBA), vörðum skotum (22. í NBA), stoðsendingum (15. í NBA) og stolnum boltum (topp 30 í NBA).
Kobe Bryant. Hann er reyndar sjaldnast með góða nýtingu en þvílíkir hæfileikar og fjölhæfni. Í síðustu leikjum hefur hann verið að að ná næstum því þrennu í leik! Stig (2. í NBA), fráköst (30. í NBA), stoðsendingar (8. Í NBA), stolnir boltar (4. í NBA).
Maður verður kannski minna var við Chris Webber því hann spilar í þvílíkt jafngóðu liði, en hann er að standa sig ótrúlega vel síðustu vikurnar. Árangur hans er samt ekki á við Duncan eða Kevin Garnett en hann er fremstur meðal jafningja í stórkostlegu liði. Gallar hans er vítanýtingin sem er um 50%.
Jason Kidd. Hann kom þessu NJ liði úr kjallaranum í NBA úrslitin. Þarf að segja eitthvað meira?
Tracy McGrady. Þessi leikmaður er langstigahæstur í NBA og það er sko enginn tilviljun. Ólíkt öðrum stjörnum þá er hann mjög jafngóður og sjaldgæft að McGrady eigi verulega slaka leiki. Skotnýting hans, 46% er mjög jöfn og fer hún mjög sjaldan niður fyrir 40% í leik sem er frábært miðað við mann með 30 stig í leik. Ef maður skoðar stigahæstu leikmenn NBA þá sér maður það að McGrady tekur ekki flest skot (utan af velli og vítaskot) í leik sem er magnað miðað við hversu mörg stig hann skorar. Einnig tapar hann lítið af boltum miðað við jafningja sína, Paul Pierce, Allen Iverson og Kobe Bryant. Samt sem áður spilar hann í “aðeins” 39 mín í leik miðað við 43 A. Walker, 42 A.Iverson og 42, K. Bryant.
Það væri nánast ósanngjarnt að nefna ekki leikmann úr efsta liði NBA. Dirk Nowitski skal það vera. Dallas fer langt með frábært tríó, Steve Nash, Dirk og Finley en af þessum 3 er Dirk bestur. Hittinn, risastór og sterkur og týpískur Evrópumaður. Hann þarf samt að bæta varnarhörkuna til að vera í hópi 5 bestu í NBA.
Finnst ykkur vanta einhvern leikmann hérna??? Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af Allen Iverson og hef sko síður en svo gleymt honum, en hann er ekki einu sinni næsti leikmaður inn af minni hálfu. Shaq er ekki nefndur vegna þess að það ég nenni ekki að nefna 2 leikmenn í liði sem kemst ekki í playoffs.
Hjá NBA.com hafa þeir ákveðna tölfræði sem tekur allt til greina, kallað Efficiency í leik. Copy/Paste topp 10 leikmenn. Allen Iverson er númer 29. Svona er Efficiency formúlan (PTS + REB + AST + STL + BLK) - ((FGA - FGM) + (FTA - FTM) + TO)) / G)
1. Kevin Garnett ( Minnesota Timberwolves) 30.15
2. Tim Duncan ( San Antonio Spurs) 28.48
3. Kobe Bryant ( Los Angeles Lakers)28.10
4. Shaquille O'Neal ( Los Angeles Lakers) 27.89
5. Tracy McGrady ( Orlando Magic) 26.78
6. Dirk Nowitzki ( Dallas Mavericks) 25.73
7. Chris Webber ( Sacramento Kings) 24.64
8. Elton Brand ( Los Angeles Clippers) 24.18
9. Jason Kidd ( New Jersey Nets) 23.85
10. Shawn Marion ( Phoenix Suns) 22.90
10. Gary Payton ( Seattle SuperSonics) 22.90
Hér er síðan Efficiency miðað við 48 mínútur spilaðar í hverjum leik
1. Shaquille O'Neal ( Los Angeles Lakers) 35.81
2. Kevin Garnett ( Minnesota Timberwolves) 35.55
3. Tim Duncan ( San Antonio Spurs) 34.26
4. Tracy McGrady ( Orlando Magic) 32.69
5. Kobe Bryant ( Los Angeles Lakers) 32.27
6. Andrei Kirilenko ( Utah Jazz) 31.86
7. Dirk Nowitzki ( Dallas Mavericks)31.80
8. Jason Kidd ( New Jersey Nets) 31.41
9. Yao Ming ( Houston Rockets) 30.92
10. Arvydas Sabonis ( Portland Trail Blazers) 30.42
11. Donyell Marshall ( Chicago Bulls) 30.24
12. Chris Webber ( Sacramento Kings) 29.79
All Star leikurinn sem haldinn verður í Atlanta 9. febrúar. Rick Adelman hjá Kings verður þjálfari í Vestrinu þótt að Kings sé í 2. sæti í Vestrinu. Don Nelson, Dallas, var nefnilega í fyrra og má því ekki vera 2. árið í röð. Vince Carter segist örugglega verða tilbúinn fyrir All Star.