Hér ætla ég að fjalla aðeins um UMFN og Keflavík


Það hefur oft verið sagt að UMFN og Keflavík væru bestu liðin í boltanum í dag. Þau eru reyndar mjög góð og skarta mönnum s.s. Friðrik Stefáns., Gunnar Einarsson, Magnús Þ gummarsson, Damon Johnson, G.j. Hunter, Kevin Grandberg, Guðjón Skúlason, Jón Norðfjörð og fleiri Góðir. Stjörnu leikurinn sannaði styrk Suðurnesjamanna þegar suðurliðið vann Essóliðið 132-123. Það er alveg ljóst að Suðurnesin eru með betri lið en Reykjavíkurliðinn. Þó KR sé fyrir ofan UMFN og Keflavík akkúrat núna held ég samt að annað suðurnesja liðanna vinni deildina. Keflavík eru sigurstranglegri en Njarðvík í augnablikinu en við skul ekki gleyma að UMFN geta gert ótrúlegustu hluti t.d. unnu þeir Keflavík um daginn þó þeir væru ekki með janf sterkt lið samkvæmt blaði.
Njarðvík er sterkari andlega heldur en Keflavík. Einnig hafa Njarðvík mjög öflugan Kana G.J Hunter, en við skulum aðeins spá í kana Keflavíkurliðsins. Þeir eru með tvo ríkisborgara Damon Johnson og Kevin Grandberg(gæti samt verið að fara) og nýjan strák, Edmund Saunders sem er aðeins yfir tvo metranna og skítur samt 3ja stiga ofanæi líka! Þett er það sem Keflvíkingum hefur vantað í sóknarleik sinn, stórann mann inní teig, en aldrei verið með3ja stigaskotin. En bæði lið hafa tekið inn efnilega stráka sem hafa verið að skora ágætlega þeir eru t.d. Guðmundur Jónsson(UMFN),Arnar Freyr Jónsson(keflavík) og fleiri. Guðmundur er mjög öflugur og var t.d með 7 stig í síðasta leik á móti Keflavík og 5 í leiknum á undann á móti keflavík en Arna var samtals með 5 stig. Báðir eru þeir ágætis skyttur.En áherfendum hefur þrátt fyrir góð lið látið sig vanta á almennum deildarleikjum. Þetta held ég að sé mjög slæmt t.d. þegar maður var að fara á leiki þegar maður var minni var troðið á ALLA leiki í deildinni og bikarnum. Nú eru áherfendur örfáir, 50-60 manns sem er ekkert í körfuboltabæ einsog Reykjanesbæ. Ég held að ástæðan fyrir þessu sé m.a. verðið á miðum á leiki, einn fullorðins miði kostar 900kr og barn 400kr. Þetta er kneykslun að kkí láti svona hátt verð á miðana. Ef þetta verð lækkar ekki verður það bara slæmt fyrir körfubolta á íslandi


==============================latex======= ======================