Ég ákvað að athuga hvað Lakers þurfa að gera til að drulla sér í playoffs. Árangur þeirra núna er aðeins 16-20 en hafa núna verið að rétta úr kútnum og unnið 6 af síðustu 8 leikjum.
Í fyrra voru Utah öruggir inn í 8. sætinu, með 44-38, en næsta lið á eftir, LA Clippers, aðeins með 39-43. Tímabilið 2000-2001 var 8. liðið Minnesota með 47-35 en næsta lið í 9. sæti með 45-37. Eins og staðan er núna er Lakers í 10. sæti.
Gerum ráð fyrir að Minnesota, sem er núna 8. liðið, haldi sínum árangri og endi með tæplega sama vinningshlutfall og þeir eru núna með, það mundi gefa þeim 43-39 eða 44-38. Lakers þurfa því að ná betri árangri en þetta og þurfa því, samkvæmt þessu, að enda með lágmark 45-37. Til þess að ná þeim árangri sem Minnesota eru að stefna að þurfa Lakers að sigra 29 af næstu 46, sem væri 63% vinningshlutfall, leikjum sem eftir eru. Minnesota eru að mínu mati líklegri til að ná betri árangri heldur en hitt, sem mundi væntanlega þýða að Lakers þurfti að sigra meira en 30 af næstu 46 leikjum sínum. Það er hinsvegar ekki mikið sem bendir til einhverra mikilla breytinga hjá Lakers. Lakers hafa skelfilegan árangur á útivelli (4-14). Það jákvæða er að Lakers eiga frekar auðvelt með lið í Kyrrahafsdeildinni. Baráttuleikir Lakers verða því gegn Houston, Minnesota og Seattle. Þessa leiki verður Lakers að vinna til að eiga möguleika.
Lakers hafa unnið 3 leiki núna í röð, sem er flott hjá þeim, en þessir 3 leikir hafa allir verið á heimavelli og þeir eiga enn eftir að sýna góðan leik á útivelli. Lakers eiga eftir 23 útileiki og 23 heimaleiki. Ef Lakers vinna bara 6 útileiki og tapa 17 þá þurfa þeir að vinna alla 23 heimaleiki sína. Einu liðin sem Lakers hafa unnið á útivelli, eru Denver, Memphis, Clippers og Toronto. Þeir spila ekki nema 3 sinnum við þessi lið á útivelli í viðbót svo að Lakers VERÐA að fara að vinna á útivelli annars geta þeir gleymt þessu!