Ég ætla aðeins að fjalla um mestu vonbrigði hjá liðum í vetur en sum lið hafa ekki staðið sig eins og vænta mátti. Þar á meðal er L.A Lakers. Ég veit ekki hvað kom fyrir þetta lið sem stóð sig mjög vel á síðasta ári og árið fyrir það. Margir kenna fjarveru Shaq um en menn meiga ekki gleyma því að bæði Shaq og Kobe voru frá einhverja leiki í fyrra og ekki voru þeir að skíta á sig í fyrra , annað heldur en í vetur en Shaq hefur aðeins misst af 12 leikjum í vetur en í fyrra missti hann af 15 . 14 sigrar og 20 töp er árangur þeirra til þessa , langt frá Playoff sæti og það verður saga til næsta bæjar ef að hinn frábæri þjálfari Phil Jackson nær ekki Playoffs sæti.
En þegar allar umræður snúast um hversu illa Lakers gengur þá hefur líka gleymst að Toronto Raptors eru líka að skíta á sig í vetur en Vince Carter þeirra aðal maður hefur verið mikið meiddur og því ekki getað spilað. 8 sigrar og 26 töp er uppskera þeirra það sem af er af leikjum vetrarins og sæti neðar en Chicago Bulls og segir það mikið um hversu illa þeir eru að spila. Carter hefur aðeins spilað 10 leiki og er það mikill missir og svo hefur Antonio Davis líka bara spilað 17 leiki eða um helming leikja þeirra.
Svo þegar maður er að tala um lið sem hafa valdið vonbrigðum þá eru líka sum lið sem hafa staðið fram úr öllum væntingum eins og Dallas Mavericks en ég er búinn að tala oft um þá í greinum mínum hér en í öllu þessu umtali um þá þá eru menn ekki búnir að tala um hversu vel Indiana Pacers eru að spila en þeir hafa töluna 23 sigrar og 10 töp og þeir deila titilinn “Erfiðasti heimavöllur” ásamt New Jersey en þessi bæði lið hafa aðeins tapað einn leik á heimavelli og það er mikilvægt að vera sterkir á heimavelli þegar líða fer á úrslitakeppnina. Indiana eru með þess ótrúlegu tölu á heimavelli 14 sigra og 1 tap en New Jersey er með ennþá betri tölu eða 18 sigra og 1 tap. Af leikmönnum Indiana er fremstur þeirra í tölfræði hann Jermaine O'Neal með 20,2 stig á meðaltali og 10,3 fráköst sem er mjög góð tölfræði. Gamla kempan Reggie Mille er með 12,8 stig á meðaltali á leik en það kom mér verulega á óvart hvað hann var með margar stoðsendingar á leik en þær eru aðeins 1,7. Stoðsendinga hæsti maður þeirra er hinsvegar Jamaal Tinsley með 8,2 stoðsendingar per leik sem er mjöööög gott. Indiana er líka einfalt dæmi um óeigingjarnt lið og þar sem 5 leikmenn eru með yfir 12 stig á leik ólíkt til dæmis Lakers þar sem þetta skiptist ekki eins vel niður.