jæja mér er nokk sama hver gerði skoðunnarkönnunina en ég veit að sá sem gerði það veit ekki alltof mikið um NBA deildina…
Kevin Garnett er að margra mati besti leikmaður deildarinnar og á heima þarna, án nokkrum efa. Hann er aðalstjarna Minnesota liðsins og þeir eru að standa sig með prýðum. Hann er sóknar- og VArnarleikur liðsins í hnotskurn.
Allen Iverson er búinn að vera með helstu stigaskorurum deildarinnar undanfarinna ára. Hann er aðal sóknarleikmaður Philly sem hefur byrjað ÓTRÚLEGA vel. Þeir voru efstir lengi frameftir og eru með betri liðum deildarinnar. Vera hans þarna finnst manni nokkuð sjálfsögð!
Penny Hardaway er dottinn út. Hann var góður fyrir svona fjórum árum þegar hann var með magic og hafði Besta miðherja deildarinnar með sér (Shaq). Eftir að hann fór í Phoenix missti hann eiginleika sína, hann var alltaf áður fyrr stór leikstjórnandi enn var færður í tvistinn(skotbakvörð) og hann er ekki eins mikill yfirburðar skotbakvörður eins og hann var leikstjórnandi. Enn ég hef alltaf dýrkað Penny, og hann er einn af mínum uppáhalds mönnum enn ég geri mér grein fyrir að hann eigi ekki að vera á listanum.
Shawn Kemp??? hann hefur ekki getað neitt í tvö ár..sorry!..það mætti halda að þessi listi væri frá 95 og það hefði verið troðið Kobe og Vince þarna inná.
Enn hér eru nokkrir leikmenn sem eru af mörgum taldir þeir bestu:
Grant Hill, Fjölhæfari enn andskotinn..Hann er stjörnuleikmaður í sínum eigin klassa.
Gary Payton…Motormouth!! hann er besti varnarbakvörður í NBA deildinni..enginn vafi!
Chris Webber..Einn af mest hreifanlegu stóru mönnum í deildinni. Getur gert allt, og skorar grimmt..Góður frákastari.
Stephon Marbury..Prímusmótor New Jersey Nets og einn af flínkustu bakvörðum deildarinnar..hann er sneggri enn Maurice Green með rakettu í rassgatinu..
Jason Williams..Hann gefur með olnboganum..þarf meira?
Paul Pierce..ok kannski er ég hlutdrægur sem boston maður enn vá gaurinn er geggjaður!!!
Jerry Stackhouse..hann er stigahæstur í deildinni..hann er frábær sóknarmaður..HANN ER DETROIT
þetta er bara svona listi hent upp í flýti..mér leiðist að sjá svona ófullkomin verk =Þ..allavega..