Margt og mikið (2) Mér finnst það ekkert rosalega gaman að vera að stunda áhugamál sem aðrir en ég nenna ekkert að vera að skrifa greinar en þetta áhugamál er að deyja út og ég ætla sko ekki að láta það gerast en ég ætla aðeins að fjalla um það sem hefur verið að gerast í NBA síðustu daga.

Það hefur kannski ekki farið framhjá mönnun sem lesa greinarnar hér að ég er Philadelphia 76 maður og ég er ekkert svo rosalega ánægður með mína menn undanfarna viku en þeir hafa ekki verið að gera góða hluti síðustu leiki eftir frábæra byrjun sem enginn hafði spáð. 4 des unnu þeir Boston Celtics 99 - 93 , áttunda leik sinn í röð og voru með skorið 15-4 , efstir í riðlinum en svo átti þetta eftir að breytast næstu leiki. Næsti leikur var á móti San Antonio (ekki létt að takast á við þá) og töpuðu þeir Philadelphia menn með 5 stigum í hörkuleik og var þetta fyrsti leikurinn í 19 daga sem þeir töpuðu og var þetta tap upphaf á 5 tapleikjum í röð og þess má geta að Allen Iverson skoraði bara 11 stig á móti Boston Celtics (kvöldið á eftir San Antonio leiknum). En núna í nótt unnu þeir loksins sigur á Denver Nuggets og ég vona að þeir koma allir til eftir þessa ömurlega 5 leiki.

Jordan með góðan leik í nótt.
Jordan líktist mjög hinum gamla og góða Jordan þegar Wizards mættu Atlanta Hawks. Jordan var ekki með góða nýtingu í síðasta leik á móti Toronto þar sem hann skoraði aðeins 2 stig , 1 úr 9 skotum en hinns vegar bætti hann úr því í þeim leik að taka 8 fráköst og senda 9 stoðsendingar en hann bætti úr því í nótt þegar hann skoraði 30 stig á móti Atlanta Hawks og þar af 18 í fyrri hálfleik.
Atlanta náðu að minnka muninn niðrí 95-90 þegar 2:45 voru eftir með vítaskotum frá Shareef Abdur Rahim. En jordan bætti 2 stigum við í næstu sókn og í sókninni eftir það tróð hann Jerry Stackhouse boltanum í körfuna eftir varið skot í vörninni hjá wizards , sem gaf Wizards þægilegt forskot 99-90 þegar 2:15 voru eftir. Ekki komust Atlanta nær en það og endaði leikurinn með 108-99 sigri Wizards. Jerry Stackhouse átti góðan leik með 23 stig og þar af 15 af þeim í fyrsta leikhluta. Jordan var með góða nýtingu , 12 af 18 skotum og 6 af 6 vítaskotum.

Seattle að standa sig vel
Ég ætla aðeins að hrósa Seattle Supersonics fyrir vin minn (zlick hér á huga) en hann heldur fast við sitt lið Seattle en þeir eru í öðru sæti í kyrrahafsriðlinum (erfiður riðill) með 14 sigra og 11 töp en það kemur engum á óvart hverjir eru í fyrsta sæti í þeim riðli (sacramento). Má þessi árangur rekja til þessa að Gary Payton er búinn að vera í stuði í vetur þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Hann er 22 stig á meðaltali á leik , 4,7 fráköst og ég held að ég sé ekki að fara með rangt mál þegar ég segi að hann sé stoðsendinga hæsti maður í deildinni , jú hann er stoðsendinga hæstur með 9,5 stoðsendingar í leik sem er mjööög gott. Ekki eru Sonics með best mönnuðu liðum en Payton er að stjórna þessu liði mjög vel en þetta lið er skipað af frekar reynslu litlum mönnun af frátöldum Payton (12 ár) , Kenny Anderson (11 ár) og Brent Barry (7 ár).


Svo vil ég ljúka þessa grein með því að hvetja menn til þess að skrifa greinar , senda inn kannanir eða bara að reyna að vera virkir á þessu áhugamáli.