Michael Jordan Ég ætla núna að skrifa “stuttlega” um einn besta körfuknattleiksmann sem lifað hefur og án efa einn vinsælasti íþróttamaður allra tíma.

Enginn annar maður í sögu NBA boltans hefur afrekað eins mikið og hann hefur gert á sínum ferli. Hann kynnti nýjar hreyfingar í deildina sem aðrir gátu mögulega ekki framkvæmt.

Michael var fæddur þann 17. feb 1963 í Brooklyn New York. Foreldrar hans fluttust til Wilmington , North Carolina þegar hann var ungur. Jordan á tvo eldri bræður , eina eldri systir og eina yngri systir. Jordan hafði aldrei neinn rosalegann áhuga á körfubolta , aðalega Baseball en það var ekki fyrr en eldri bróðir hans Larry sigraði hann alltaf í einn á einn það oft að Jordan ákvað það að verða betri leikmaður. Jordan spilaði með Laney High School í Wilmington. Hann komst of oft ekki í liðið og í stað þess að gefast upp æfði hann endalaust á vellinum. “Þegar ég var að æfa mig og varð þreyttur og hugsaði að ég ætti að taka mér pásu , þá lokaði ég augun mín og ímyndaði listann í búningsklefanum mínum með nafninu mínu” sagði jordan “ oftast kveikti sú hugsun í mér aftur.” Hann komst í liðið að lokum og leiddi það í fylkismeistara.

Jordan tók við námsstyrk frá háskólanum í North Carolina. Sem nýliði jukust vinsældir hans þegar hann skoraði vinningskörfuna í úrslitaleik NCAA bikarsins á móti Georgetown Hoyas. Hann var síðan valinn háskólaleikmaður ársins árið 1983-1984, og leiddi bandaríska liðið í gullverðlaun á ólempíuleikunum árið 1984 undir stjórn Bobby Knights. Skömmu eftir það var Jordan valinn þriðji í nýliðavalinu af Chichago Bulls á eftir Hakeem Olajuwon (Houston) og Sam Bowie (portland). Chichago höfðu aðeins unnið 28 leiki árið á undan. Hann sannaði það mjög snemma að hann ætti heima þarna í deildinni og lauk árið sem nýliði ársins og einn af stigahæstu mönnun í deildinni með 28,2 stig í leik sem er ansi gott miðað við nýliða. Þar að auki komst hann líka í stjörnuliðið sem er líka mjög gott miðað við nýliða. Hann leiddi Bulls í úrslitakeppnina hvert einasta ár en það var ekki fyrr en árið 1991 sem heimurinn fékk að vita hversu megnugur Jordan var. En þá árið 1991 kom fyrsti NBA titill Jordans. Það tímabil var hann með 31,5 stig á meðaltali á leik. Það fylgdu síðan tveir titlar í viðbót eftir þennan , árið 1992 og 1993.

Eftir þessa þrjá titla fannst honum nóg komið að körfubolta í bili , búinn að vinna þrjá titla og tímabært að hætta á toppnum svo að hann tilkynnir fráhvarf sitt eftir að faðir hans , James Jordan fannst látinn , fórnarlamb morðingja sem ekki enn hefur fundist enn þann dag í dag (leiðréttið mig ef að ég hef ekki rétt fyrir mér). Eftir dauða hans missti Jordan hvatninguna til þess að bæta sig eitthvað sem körfuknattleiksmaður , svo að honum fannst það tímabært að leggja skóna á hilluna. Hann vildi nú endilega gera það sem hann hann og faðir hans höfðu talað um áður en hann dó , en það var að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í hafnabolta en það hafði verið draumur hans frá því að hann var lítill drengur. Hann gerði minor league samning (hvað sem það þýðir) við Chicago White Sox.

Þetta fylgdi auðvitað með sér gífurlega aðsókn á þessa leiki en ekki varð þetta eins gaman og hann bjóst við og þann 18 Mars 1995 tilkynnti hann endurkomu sína í NBA boltann eftir stutt stopp í hafnaboltanum. Hann tók burt gamla númerið sitt 23 og fór aftur í gamla númerið sitt 45 þegar hann spilaði hafnabolta þegar hann var ungur. Þetta tímabil virtist ganga ágætlega , komust í Playoffs en urðu að lúta lægri hlut í úrslitaviðureign í austurdeildinn gegn Orlando Magic. “He didn't look like the old Michael Jordan” sagði Nick Anderson eftir viðureignina.

Nú hafði Jordan eitthvað að sanna fyrir veröldinni, að hann væri ennþá besti leikmaður sem spilað hefði í deildinni og að hann myndi vera betri á komandi leiktíð. Næsta tímabil setti hann ásamt Scottie Pippen og félögunum sínum í Bulls met í flestum sigrum á einu tímabili , heilum 72 sigrum og aðeins 10 töp sem er þvílíkur árangur. Jordan leiddi Bulls í stigaskorun með 30,4 stig í leik, var nefndur mikilvægasti leikmaður í deildinni og í stjörnuleiknum og í úrslitakeppninni þar sem hann vann sinn fjórða NBA titil (1996) og var valinn einn af 50 bestu leikmönnum sem spilað höfðu í deildinni. Næstu tvö árin vann hann líka NBA deildina (1997-1998) og urðu Bulls fyrsta lið í deildinni sem endurtóku the-threepeat eins og þeir vestan hafs kalla það. Hann var auðvitað valinn MVP of the year og leiddi deildina í stigaskori 96-97-98. Jæja núna var hann algjörlega á toppnum , með 6 titla að baki og fullt að MVP viðurkenningum og þar með ákvað hann að hætta í annað sinn á ferlinum. Það mætti segja að á þessum tímapunkti þarfnaðist Jordan ekki neina peninga enda var hann orðinn einn ríkasti íþrótta maður í heimi og sá voldugasti.

Árið 200 ákvað hann að kaupa hlut í washington Wizards sem ekki höfðu verið að gera góða hluti í deildinni og skömmu síðar ákvað hann að ráða fyrrverandi þjálfara sinn hjá Bulls hann Doug Collins til starfa hjá Wizards en enginn átti von á það sem ætti eftir að gerast tímabilið 2001-2002. Fyrir það tímabil byrjaði Jordan að æfa reglulega með Wizards og þar af leiðandi byrjuðu fjölmiðlarnir að spurja spurningar en Jordan sagði að hann væri bara að reyna að léttast. Hann kom sér síðan í körfubolta form með stanslausum æfingum. 25 september árið 2001 tilkynnti Jordan að hann myndi spila með liði Wizards og hafði hann skrifað undir 2 ára samning við þá.“ Ég sný aftur vegna þess að ég elska leikinn” sagði Jordan. Allt virtist ætla að ganga slysalaust og vel fyrir sér á þessu tímabili , jafnvel miklir möguleikar á því að komast í Playoffs en hnémeiðsli hans og uppskurður urðu til þess að ekki var svo , og varð hann að horfa uppá lið sitt Wizards tapa hvert einasta kvöld meðan hann sat á bekknum. Ári seinna er hann ennþá að spila með þeim en hann er ekki eini reynsluboltinn í liðinu núna því að hann hefur fengið til liðs til sín Jerry Stackhouse sem er rosalegur liðstyrkur fyrir Wizards. Jordan hefur sagt það að hann hætti fyrir fullt og allt eftir þetta tímabil og hver veit nema að hann standi við það.

Já ég held að það sé engin spurning hvort að hann sé besti maður sem spilað hefur í NBA deildinni. 5 sinnum league MVP, tíu sinnum stigahæsti maðurinn í deildinni og 6 sinnum MVP í úrslitakeppninni og 6 sinnum NBA meistari. Það má auðvitað ekki gleyma að án hjálpar frá Phil Jackson og Scottie Pippen þá hefði hann ekki getað afrekað þetta.


Heimildir: Alls staðar af netinu