
Núna í nótt mættu 76ers Washington Wizards í hörkuleik og réðust úrslitin ekki fyren alveg í lokin. Þetta var fyrsti leikurinn í vetur sem Michael Jordan byrjaði inná en þjálfari Wizards hefur notað þá taktík að ekki byrja með hann inná til þess að geta hvílt hann eins mikið og hægt er.
Wizards voru einu stigi undir og með boltan þegar 5,4 sekúndur voru eftir. Þá beindust að sjálfsögðu öll augu að Michael Jordan , ekki fyrsta skiptið á sínum ferli sem hann lendir í þessari stöðu. Jordan tók boltann inn , fékk hann aftur og drivaði inn vinstri megin á teignum en boltanum var þá stolið af honum þegar hann reyndi að gefa boltan á Byron Russel. “Áætlunin var að koma boltanum inní teig, til Michaels , sem við gerðum , og sjá hvort að hann gæti komist að körfunni,” sagði Doug Collins þjálfari Wizards. “ Þetta var ein af þessum aðstæðum sem maður getur ekki skotið úr” bætti jordan við. “ Ég ætlaði að reyna að fara inní og láta brjóta á mér. Þegar Keith Van Horn kom að mér, hélt ég að Byron Russel væri frír undir körfunni.”
Jerry Stackhouse átti frábæran leik með 38 stig og 5 fráköst en Michael Jordan var með 16 stig og 4 fráköst. Allen Iverson var að venju stigahæstur hjá Sixers með 35 stig.
Allar heimildir eru af www.nba.com