Dallas all the way Já spurningin núna er sú. Hvað ætla Dallas Mavericks að halda þessari sigurgöngu sinni lengi áfram en þeir hafa unnið 12 fyrstu leiki sína í deildinni. Hvað hefur gerst með þá. Að vísu eru þeir ekki með neina lélega leikmenn. Dirk Nowitzki hefur sannað það að hann getur leikið margar stöður á vellinum , hvort sem um er að ræða að vera sterkur inní teignum og taka fráköst eða bara að negla nokkrum þristum ofan í en hann er 2,13 m á hæð (svipaður og shaq) og er með um 43% 3ja stiga nýtingu og 11,1 frákast per leik.
Og svo má aldrei líta af hinum síhærða Steve Nash, þeim frábæra bakverði sem er með um 7,8 stoðsendingar per leik og 17,8 stig og er ekki spurning um það að hann hefur haft góð áhrif á liðið ásamt Nowitzki. En hinn síglaði troðslumaður Michael Finley er ekki neitt lélegur heldur með rúm 20 stig á leik og 6 fráköst.

Endurkoma Shaq
Sífellt er verið að tala um hvenar Shaq mun snúa aftur eftir meiðsli sín og er útlit fyrir því að hann mun snúa aftur í kvöld en að er samt ekkert alveg víst , kannski spilar hann bara í nokkrar mínútur kannski ekki. Þegar hann var stoppaður af fréttamönnum í dag hafði hann þetta að segja. “ Ég fór til læknis í dag, hann sagði að allt liti vel út. Ég spilaði í dag. Mér leið vel. Við sjáum til”. Já hvað þýðir þetta. Mun Shaq koma og styrkja meistarana verulega en Lakers hafa verið að spila alveg hörmulega , Kobe verið að skora mikið en ekki hitta vel , það sýnir bara hversu mikilvægur Shaq er.