Dallas Mavericks enn taplausir.
Dallas Mavericks eru enn taplausir eftir 10 umferðir í NBA deildini og er þetta besta byrjun liðsins frá upphafi. Stigahæsti leikmaður þeirra er Dirk Nowitzki en hann er búinn að skora 204 stig í vetur eða 22.2 stig í leik að meðaltali. Michael Finley fylgir fast á eftir með 195 stig eða 19,5 stig að meðaltali í leik.

Úrslit þeirra í vetur: 119-108 á móti Memohis Grizzliers, þar skoraði Steve Nash 24 stig. 97-83 á móti Pheonix Suns, Dirk Nowitzki með 22 stig. 107-100 á móti Golden State Warriors, Steve Nash með 30 stig. 106-92 á móti Toronto Raptors, Nowitzki stigahæstur með 28 stig. 114-87 á móti Chicago Bulls, Nowitzki með 24 stig. Svo kom rústuðu þeir Detroit Pistons 114-75, Michael Finley með 25 stig. 82-73 á móti Portland Trailblazers, Nowitzki með 26 stig. 103-99 á móti Cleveland Cavaliers, Michael Finley með 26 stig. 97-86 á móti Boston Celtics, Nowitzki með 32 stig. Og nú í nótt 96-88 í æsispennandi leik á móti New Jersey Nets. Steve Nash fór þá á kostum og skoraði 30 stig og 11 af þeim í 4 leikhluta.

Svo er næsti leikur þeirra á móti LA Lakers 19 nóv. Það verður gaman að sjá hvort að þeir nýti sér fjarveru Shaq og nái að vinna sinn 11 leik í röð.
——