Þið báðuð um grein og hér fáið þið hana.
Ég fór ásamt frænda mínum til USA fyrir rúmri viku og var þar í fimm daga, aðal ástæða ferðarinnar var að fara á leik Minnesota Timberwolves og Boston Celtics í Target Center í Minneapolis. Kvöldið sem við komum var reyndar leikur í Target Center (Timberwolves- Bucks) en okkur gafst ekki tími til að fara á seinni hálfleikinn á þeim leik. Þess í stað ákváðum við að horfa á tvo leiki í sjónvarpinu, Celtics- Lakers og Nuggets- Pistons. Fyrri leikurinn var mjög góður og fór í framlengingu, það var Paul Pierce sem réð þar úrslitum sem og klaufaskapur Kobe Bryant sem réðu úrslitum í þeim leik. En leikur Detroit og Denver var aldrei spennandi og Detroit hreinlega valtaði yfir Denver, og sigruðu að lokum með 26 stiga mun.
Á föstudagskvöldinu horfðum við einnig á tvo leiki í sjónvarpinu, Wizards- Lakers og Kings- Grizzlies. Í fyrri leiknum voru Wizards menn einfaldlega betri og voru með 14 stiga forystu eftir 3. leikhluta, en það munaði mjög litlu að Lakers tækist að stela sigrinum í lokin þegar Horry skoraði þriggja stiga körfu í horninu. En Wizards sigruðu með ótrúlegri troðslu Jerrry Stackhouse á lokasekúndunni, Stackhouse og Jordan voru bestu menn Washington, en Kwame Brown átti einnig mjög fínan leik. Hjá Lakers voru það Kobe Bryant og Brian Shaw sem voru bestir. Leikur Sacramento og Memphis var ekki spennandi fyrr en rétt í lokin þegar Memphis náði minnka 29 stiga forystu Sacramento niður í 4 stig þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. En Sacramento var sterkara á lokamínútunum og sigraði að lokum með 8 stiga mun (99-91). Nýliðinn Drew Gooden var sterkastur Memphis manna og skoraði 23 stig. Stojakovic og Bobby Jackson skoruðu 23 og 22 stig fyrir Sacramento.
En þá er komið að aðal atburðinum í ferðinni, leik Minnesota og Boston. Leikurinn byrjaði kl. 19 að staðartíma en höllin opnaði kl. 17:30, við vorum mættir þarna rétt upp úr hálf. Target Center er ótrúlega stór bygging og þar var allt morandi í veitingastöðum og minjagripasölum. Við fórum strax niður og horfðum á upphitunina alveg upp við völlinn, þar voru allar helstu stjörnurnar að hita upp fyrir utan Szczerbiak, Joe Smith sem voru meiddir. Þarna var hann Antoine Walker að salla niður þristum sem gaf fyrirheit um hvað gerast myndi í leiknum. Loks byrjaði leikurinn og það var enginn annar en “Rasho Revolution” sem skoraði hvað eftir annað í upphafi leiksins, Kevin Garnett og Paul Pierce voru frekar seinir í gang. Minnesota var alltaf með frumkvæðið og voru yfirleitt með 7-9 stiga forystu en það var ekki fyrr en í þriðja leikhluta sem Boston náði að komast yfir. Þegar staðan var 74-63 fyrir Minnesota þá skoraði Boston 11 stig í röð og jöfnuðu þar með leikinn, staðan var 77- 76 fyrir Boston í lok þriðja leikhluta. En það var einmitt Antoine Walker sem skoraði þriggja stiga körfu rétt fyrir innan miðju um leið og flautan gall og tók sinn fræga hristing þegar hann skokkaði að bekknum. Walker skoraði 9 þriggja stiga körfur í leiknum úr aðeins 13 tilraunum, það fór kliður um salinn þegar Walker fékk boltann fyrir utan bogann og negli skotinu svo niður. Boston breytti stöðunni úr 92-90 í 92-100 þegar rétt rúmar 2 mínútur voru eftir af leiknum. Paul Pierce fór á kostum í fjórða leikhluta og skoraði 12 af sínum 20 stigum í leiknum í leikhlutanum en Walker hafði sig hægan og skoraði einungis 3 stig og endaði með 31 stig í leiknum. Boston sigraði að lokum með 6 stiga mun 105-99. Garnett skoraði 24 stig, Hudson og Nesterovic skoruðu 22 stig hvor.
Þetta var frábær leikur og ég mæli með að hver sá sem fær tækifæri til þess að fara á NBA leik, að láta ekki það tækifæri sér úr greipum ganga.