Þeir hafa ekki byrja svona illa í mörg ár en helsta ástæða þess er að Shaquille O'neal er ekki búinn að vera með en hann er að jafna sig eftir aðgerð sem gerð var á honum í sumar.
Þeir eru búnir að spila 8 leiki vinna einungis 2 þeirra og 6 töp.
Í fyrsta leiknum gegn San Antonio töpuðu þeir honum 87-82 þar sem Kobe Bryant gerði 27 stig og tók 10 fráköst svo kom Stanislav Medvedenko með 11 stig og 5 fráköst en hjá Spurs var Malik Rose með 16 stig og 11 fráköst.
Í öðrum leiknum gegn Portland töpuðu þeir 102-90 þar sem Kobe Bryant skoraði 25 stig og tók 10 fráköst.Stanislav Medvedenko var með 15 stig og 9 fráköst en hjá Portland var hinn magnað Rasheed Wallace með 28 stig og 6 fráköst.Damon Stoudamire gerð 16 stig 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
í þriðja leiknum unnu þeir L.A Clippers 108-93 þar sem Kobe Bryant gerði 33 stig tók 15 fráköst og 12 stoðsendingar og þetta hlýtur að vera met hjá honum í stoðsendingum en hjá Clippers var Andre Miller með 22 stig og 11 stoðsendingar en hann kom til þeirra í sumar frá Cleveland.
Í fjórða leik náðu þeir að hefna sín gegn Portland og unnu hann 98-95.Kobe Bryant var stigahæðstur að vana með 33 stig og 14 fráköst.Devean George setti 25 stig og tók 8 fráköst en hjá Portland var Derek Anderson með 24 stig og 4 fráköst.
Í fimmta leik töpuðu þeir gegn Cleveland 89-70 þar sem Kobe Bryant var stigahæðstur með einungis 15 stig en tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.Samaki walker var með 14 stig og 7 fráköst en hjá Cleveland var Ricky Davis með 24 stig.
í sjötta leik á móti Boston töpuðu þeir 98-95 þar sem Kobe Bryant skoraði 41 stig og tók 9 fráköst en hjá Boston var Paule Pirce með 28 stig og 6 fráköst.Tony Delk var með 26 stig og 6 fráköst.
Í sjöunda leik gegn Washington voru þeir mjög óheppnir og töpuðu honum með aðeins einu stigi 100-99 þar sem Koby Bryant setti 26 stig og tók 6 fráköst.Brian Shaw gerði 20 stig þar af 12 í fjórða leikhluta hjá Washington var Jerry Stackhouse 29 stig og 6 fráköst.Michael Jordan var síðan með 25 stig.
Í áttunda leik kom svo fjórði tapleikur liðsins í röð en nú gegn Atalanta Kobe Bryant var enn og aftur stigahæðstur en nú með 21 stig 6 fráköst og 8 stoðsendingar.Brian Shaw skoraði 17 stig og tók 5 fráköst en hjá Atalanta var Shareef Abdur-Rahim með 26 stig og 10 fráköst.
Það er ljóst að Lakers verður að taka sig á ef þeir ætla að taka titilinn fjórða árið í röð en þessi byrjun hefur verið hrein martröð fyrir þá.Kobe Bryant er allt í öllu hjá þeim núna meðan aðrir leikmenn eru að spila langt undir getu en það er nú ljóst hvað Shaq er mikilvægur liðinu.En hann verður tilbúinn eftir svona 10-14 daga en næsti leikur liðsins er gegn Golden State og verður spennandi að sjá hvort það verði fimmti tapleikur liðsins í röð.