Hakeem "The Dream" Olajuwon heiðraður Í hálfleik er Houston Rockets og Golden State Warriors áttust við var Hakeem Olajuwon heiðraður er treyja hans, númer #34, var dregin uppí rjáfur hinnar glæsilegu íþróttarhallar Rockets. Með þessum hætti vilja forráðamenn Rockets votta hinum frábæra miðherja virðingu sína og þakka honum fyrir framlag hans til liðisins, og í framtíðinni verður bannað að nota treyju númer #34 hjá Rockets

Hakeem sem kemur frá Nígeríu (en er núna með Bandarískan ríkisborgararétt) spilaði með háskólaliði Houston (1980 kom hann til landsins) en tilviljun réð því að hann var valinn í lið Rockets, fyrstur í nýliðavalinu ‘84. Hann lék síðan í 17 ár með Rockets og var lykilmaður í meistaraliði þeirra ’94 og ‘95. Hann var leikmaður ársins (MVP) ’94 og varnarmaður ársins bæði ‘93 og ’94. Tólf sinnum var hann valinn í stjörnuliðið og enginn leikmaður hefur varið fleiri skot en hann (3,830). Árið ‘96 var Hakeem einn af þeim 50 leikmönnum sem valdir voru bestu leikmenn NBA allra tíma. Hann er einn af aðeins 8 leikmönnum NBA sem hefur skorað yfir 20.000 (skoraði 26,711 og er 7. stigahæsti leikmaður frá upphafi, og einnig 9. mínútuhæsti leikmaðurinn frá upphafi!) stig og tekið yfir 12.000 (12.199 í heild) fráköst. Tímabilin 1989-90 og 1992-93 leiddi hann deildina í blokkum og tímabilin 88-90 leiddi hann deildina í fráköstum.

Hakeem varð fyrsti leikmaðurinn til að ná bæði 2000 blokkum og 2000 stolnum boltum!

Ýmsar aðrað staðreyndir:

Staða: Miðherji
Fæddur: 21. janúar ’63
Hæð: 2,13 m
Þyngd: 115,7 kg

Það þarf varla að taka það fram að Hakeem var minn uppáhald leikmaður. Hreyfingarnar undir körfunni hjá honum voru rosalegar og menn vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar Hakeem tók sporið undir körfunni. Hann er sennilega besti miðherji sem leikið hefur í deildinni. Þegar aldurinn fór að færast yfir fóru hreyfingarnar að stirðna og mínútunum að fækka en hann stóð þó alltaf fyrir sínu. Meiðslin tóku einnig sinn toll og Hakeem ákvað eftir síðasta tímabil að slíta þriggja ára samningi sem hann hafði gert við Raports, en honum hafði alltaf dreymt um að búa í Kanada, vegna meiðsla, og leggja skóna á hilluna. Hálf ótrúlegt að hann hafi ekki laggt upp laupana fyrr enda nokkuð ljóst að hann er alveg búinn í löppunum blessaður kallinn.

Að lokum fljóta hér með nokkrar tölur um “Career highs”

Flest stig í leik: 52 vs. Denver 4/19/90 (50 stiga klúbburinn!)
Flest skot nýtt: 24 vs. Denver 1/30/97
Flest skot reynd: 40 vs. Denver 1/30/97
Víti hitt: 17 vs. Utah 1/10/93
Víti reynd: 20 vs. Orlando12/17/89
Sóknarfráköst: 15 @ New York 2/14/85
Varnarfráköst: 22 @ Detroit 2/27/90
Samtals fráköst: 25 5 Times
Stoðsendingar: 12 @ Golden State 12/01/94
Stolnir boltar: 8 3 Times
Blokk: 12 2 Times
Mínútur spilaðar í einum leik: 53 vs. Seattle 3/10/87




Heimildir: mbl.is, nba.com og mitt eigið minni :)
Með fyrirvara um staðreyndar og stafsetningavillur!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _