Manute Bol snýr aftur! Hver man ekki eftir risanum frá Sudan, Manute Bol, sem lék á árum áður með Sixers og er hæsti leikmaður (2,34 m) sem nokkurn tíman hefur leikið í NBA. Bol var þekktur fyrir hæfileika sína til að verja skot en gat víst lítið annað. Sjálfur man ég lítið eftir honum en það eru liðin sjö ár síðan að Bol hvarf á braut úr NBA.

En nú hefur hann boðað endurkomu sína! Ekki í körfubolta, heldur hokkí! Já hokkí. Þessi risavaxni maður ætlar að fara að leika hokkí með atvinnumanna (ekki áhugamanna) liðinu ndianapolis Ice og er fyrsti leikur hans með liðinu á laugardaginn gegn Amarillo Gorillas.

Ég verð nú að segja að ég hló dátt þegar ég las þetta, enda sé ég þennan risa ekki alveg fyrir mér á skautum, og ef einhver ætlar í návígi við hann lendir hann þá ekki bara í klofinu á Bol :) Þetta verður… áhugavert.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _