Núverandi kjörísbikar meistarar Njarðvík voru í gærkvöld slegnir út í 8 liða úrslit Kjörísbikarins á móti Haukum í seinni leik liðana. Haukar sigruðu fyrri leikinn í Ásvöllum með 8 stigum og þurftu þá Njarðvík sigur að halda til þess að komast áfram í 4 liða úrslit. En haukar sigruðu öruglega í þessum leik með 16 stigum 61-77. Steve Johnson skoraði 24 stig fyrir Hauka og er það eitt lægsta stigaskorið hans fyrir Hauka á þessu tímabili en hann hefur verið að leika mjög vel það sem af er af leikjum vetrarins. Á eftir honum kom Marel Guðlaugsson með 18 stig. Hinn skotglaði Pete Philo var atkvæðamestur Njarðvíkinga með 21 stig. Eftir leikinn var Reynir þjálfari Hauka spurður spjörunum út og hann hafði þetta að segja eftir leikinn.
<B>Hvaða þýðingu hefur fyrir þig persónulega sem þjálfara að vera fyrsti þjálfarinn til að koma liðinu í undanúrslit? </B>
Það er alltaf gaman að ná einhverjum áfanga sem engum hefur tekist áður, ég held að Haukar hafi aldrei unnið Njarðvík þrisvar í röð, ég held að Haukar hafi aldrei sigrað Njarðvík á útivelli tvisvar í röð og ég held að Haukar hafi aldrei unnið Njarðvík með jafnmiklum mun í Njarðvík og við höfum gert undanfarið, þannig að það eru örugglega nokkur ný Haukamet sem hafa verið sett nú í byrjun tímabils.
<B>Það var spilað hart í kvöld. Stevie fékk ekki mikið frá annars góðum dómurum, hvernig fannst þér hann höndla það? </B>
Ég held að Stevie sé ekkert óvanur því að það sé spilað fast á hann, hvorki hér né annarsstaðar þannig að mér fannst hann vera í ágætis jafnvægi þess vegna mest allan leikinn.

Já flottur sigur hjá okkur Haukamönnum og það er greinilegt að Haukar stefna hátt í vetur , spurning hversu hátt en ég er viss um það að þeir eiga eftir að fara lengra en flestir spáðu þeim í vetur.


En það var fjör í Keflavík þar sem þeir tóku á móti Breiðablik í seinni leik liðanna en í fyrri leik liðanna sigruðu Keflavík Öruglega með 22 stiga mun 120-98 og nú var það bara að duga eða drepast fyrir Breiðablik ef að þeir ætluðu sér að halda áfram. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-21 fyrir keflavík en svo í öðrum fóru þeir algjörlega í gang og juku forskotið í 16 stig 50-34. Blikar komu sterkir til leiks í síðari hálfleiknum og náðu að vinna upp forskot heimamanna en komust ekki nógu langt og töpuðu með fjögurra stiga mun.

Önnur úrslit voru þessi. Sviginn er fyrri leikur
Grindavík - Tindastóll 88-74 (90-90) Grindavík áfram
KR - Hamar 100-88 (85-82 fyrir KR) KR áfram