NBA byrjað Eins og kannski flestir er NBA boltinn kominn af stað eftir stutt og gott undirbúningstímabil og eru þá væntanlega öll lið orðin tilbúin fyrir átökin í vetur sem væntalega eiga eftir að vera skemmtileg þrátt fyrir að við íslendingar eigum kannski eftir að sjá leik fyrir en í febrúar , samkvæmt forstjóra norðurljósa.

Meistarar þriggja seinustu ára hafa ekki átt óskabyrjun en þeir hafa tapað fyrstu tvemur leikjunum og er þetta versta byrjun þeirra síðan 1990 , en það vantar í liðið risann Shaquille O'neal sem hefur verið frá vegna meiðsla í stórutá og Rick fox sem er í 6 leikja banni vegna slagsmála sem hann lenti í , í leik nú á dögunum. 29. okt tóku þeir á móti hinu sterka liði San Antonio Spurs sem mörðu meistarana með 5 stigum 82-87. Stigahæsti maður Lakers manna var Kobe Bryant með 27 stig , 10 fráköst og 5 stoðsendingar en skotnýting hans þótti ekki góð en hann hitti aðeins úr 9 skotum af 29 og var Phil Jackson þjálfari Lakers manna ekki ánægður með sinn mann eftir leikinn. “Mér fannst hann reyna að fara maður á mann í hverju einustu sókn og ekki spila boltanum nógu vel” , sagði Jackson. Næsta kvöld heimsóttu þeir svo Portland Trail Blazers þar sem þeir töpuðu 102- 90 þar sem Bryant skoraði 25 stig , 10 fráköst og 2 stoðsendingar og bætti nýtinguna sína heldur betur en hann hitti úr 9 skotum af 18.

Orlando Magic hafa líka átt góða byrjun þar sem Grant Hill er búinn að jafna sig eftir meiðsli og stjórna þeir Hill og Tracy Mcgrady liðinu vel. Þeir tóku á móti Philadelphia 76ers þann 29. þar sem þar sem þeir sigruðu 95-88. Tracy Mcgrady var atkvæðamestur í leiknum með 31 stig 4 fráköst , 5 stoðsendingar og hitti úr 13 af 24 skotum sínum. Grant hill kom sterkur tilbaka úr meiðslum og skoraði 18 stig á 33 mín, 6 fráköst , 7 stoðsendingar og 5 af 10 skotum. Siga hæstir hjá Philadelphiu voru þeir Aaron Mckie og fyrrum leikmaður New Jersey Nets hann Keith Van Horn með 19 stig svo kom Allen Iverson á eftir þeim með 18 stig en ekki var nýtingin neitt til þess að hrópa húrra fyrir en hann hitti aðeins úr 7 af 25 skotum. Kvöldið eftir heimsóttu Magic menn Miami Heat þar sem þeir siguðu öruglega með 14 stigum 86-100. Enn á ný var Mcgrady stigahæstur með 24 stig , 1 frákast , 3 stoðsendigar og með afburða skotnýtingu 8 af 13 skotum.

Umtalaðasti leikmaðurinn í sumar hann Yao Ming lét lítið fara fyrir sér í fyrsta alvöru NBA leiknum sínum en hann skoraði ekkert einasta stig á þeim 11 mín sem hann spilaði , tók 2 frákast og eitt skot. Hinsvegar átti Steve Francis stór leik hjá Houston með 39 stig , 8 fráköst , 4 stoðsendigar og hitti úr 13 af 28 skotum sínum en það dugði ekki til á móti Indiana Pacers sem unnu þennan leik öruglega 91-82.

Í fyrsta skipti á ævi Michael Jordans er hann látinn byrja á bekknum en sú ákvörðun Doug Collins er liður í því að halda honum frá meiðslum í vetur. Wizards heimsóttu Raptors í fyrsta leiknum en þurftu að lúta lægri hlut 74-68. Jerry Stackhouse , sem Wizards fengu frá Detroit Pistons var stigasæstur Wizards með 19 stig og 5 fráköst. Jordan þótti ekki leika sem best , skoraði aðein 8 stig , 3 fráköst og hitti aðeins úr 4 af 14 skotum sínum á þeim 25 mín sem hann spilaði en hann bætti úr því í nótt þegar þeir tóku á móti Boston Celtics á heimavelli. Boston þóttu leika mjög illa og Wizards burstuðu þennan leik 114-69. Enn á ný var hann Stackhouse stigahæsti maður vallarins með 22 stig 6 fráköst og jafnmargar stoðsendingar og fast á eftir honum fylgdi meistarinn Michael Jordan með 21 stig á jafn mörgum mín.

Hér er listi yfir leiki sem eru búnir og stigahæstu menn.

Þri 29 Orlando vs Philadelphia 95-88 McGrady 31 stig

Þri 29 Sacramento vs Cleveland 94-67 Jones 18 stig

Þri 29 San Antonio vs L.A. Lakers 87-82 Bryant 27 stig

Mið 30 Chicago vs Boston 99-96 Pierce 28 stig

Mið 30 Philadelphia vs Milwaukee 95-93 Iverson 28 stig

Mið 30 Toronto vs Washington 74-68 Peterson 20 stig

Mið 30 Indiana vs Houston 91-82 Francis 39 stig

Mið 30 New Jersey vs Atlanta 105-94 Robinson 34 stig

Mið 30 Orlando vs Miami 100-86 McGrady 24 stig

Mið 30 Detroit vs New York 86-77 Houston 31 stig

Mið 30 Minnesota vs Denver 83-77 Hudson 23 stig

Mið 30 Dallas vs Memphis 119-108 Giricek 29 stig

Mið 30 New Orleans vs Utah 100-75 Davis 21 stig

Mið 30 Portland vs L.A. Lakers 102-90 Wallace 28 stig

Mið 30 Seattle vs Phoenix 86-73 Barry 25 stig

Mið 30 Cleveland vs L.A. Clippers 98-96 Davis 25 stig

Mið 30 Golden State vs San Antonio 106-98 Jamison 36 stig

Fim 31 Washington vs Boston 114-69 Stackhouse 22 stig

Fim 31 Atlanta vs Utah 105-98 Robinson 30 stig

Fim 31 Sacramento vs Portland 100-72 Stojakovic 26 stig