Ok. Menn eru búnir að vera mjög virkir hérna. Ánægður með hvað þetta er virkt áhugamál. Að jafnaði eru sendar inn milli 10 og 15 greinar á dag, og svona 5 til 10 kannanir. Það gefur auga leið að ef hver könnun er virk í tvo til þrjá daga, þá er mjög mörgum eytt. Ef einhverjum finnst að ég hafi eytt út könnun sem viðkomandi sendi inn, sem hafði allan rétt á að vera smþykkt, þá endilega sendið mér línu.
Í sambandi við greinarnar sem eru sendar inn, þá gefur það auga leið að ekki eru samþykktar 10 til 15 greinar á dag. Stuttar greinar, grófar greinar og allt sem telst lélegt er eytt. Í sambandi við copy/paste, þá er það yfirleitt samþykkt ef getið er heimilda, og reyndar líka stundum ef ekki er getið heimilda. Það er gert þegar ég er búinn að bíða í ca. hálfan dag eftir að einhver hafi fyrir því að skrifa þetta sjálfur. Ef ekkert kemur, þá stundum eru þær samþykktar.
Þegar eru leikdagar, og einhver sendir inn leikskýrslu um hvern einasta leik, kannski 6-10 greinar!!!!!, þá er því eytt. Ég meina common. Það er alveg hægt að hafa þetta í einni grein. Það er fáránlegt að einu greinarnar sem sjáist á forsíðu enska boltans á hugi.is, séu leikskýslur.
Endilega ef þið eruð ósammála, sendið mér línu.

Kv eggertsae