
Bókin Íslensk knattspyrna er öllum áhugamönnum um knattspyrnu að góðu kunn, enda traust heimild um íslenska knattspyrnu. Í bókinni er fjallað um allt sem gerðist í íslenskri knattspyrnu á árinu 2001. Frásagnir af öllum leikjum í Símadeild karla og kvenna og fjallað um allar deildir og flokka á Íslandsmótinu, Coca-Cola bikarinn og bikarkeppni yngri flokka, landsleikina, Evrópuleiki félagsliða, atvinnumennina erlendis og margt fleira. Bókin er ríkulega myndskreytt, en í henni eru á þriðja hundrað myndir úr lekjum og af einstaklingum og liðum.