Sir Bobby Robson, stjóri Newcastle United, hefur heldur betur verið í sviðsljósinu undanfarna daga. Tímabilið byrjaði á því að Freddy Sheperd, forstjóri félagsins, gaf það út að þetta yrði seinasta leiktíð Robson hjá Newcastle. Sá gamli var að sjálfsögðu hundsvekktur en ætlar þó ekki að láta þetta skemma fyrir sér leiktíðina.
Núna fyrir stuttu bauð Robson 20 milljónir punda í ungstirnið Wayne Rooney, sem leikur með Everton, en Robson telur að Rooney yrði fullkominn eftirmaður Shearer sem hættir eftir tímabilið. Því boði var neitað og ákvað Robson að bjóða 22 milljónir í leikmannin. Núna eru Manchester United komnir í slaginn um leikmanninn.
En þegar ljóst var að Rooney gæti verið á leið til Newcastle þá lét Bellamy, framherji liðsins, hafa það eftir sér að hann myndi hugsa sinn gang ef ungstirnið kæmi til liðsins. Að það væri einfaldlega þá komnir of margir framherjar; Shearer, Rooney, Kluivert, Ameobi, Chopra og svo hann sjálfur.
Þetta er Robson ekki par sáttur við og lét hann tilkynningu út þess efnis að Walesverjinn skyldi virða samning sinn við Newcastle United og hætta að væla og einbeita sér að spila fótbolta, það sem hann fær borgað fyrir.