Leikslok: Arsenal 5 - 3 Middlesbrough! Arsenal eru enn taplausir, eftir 42. deildarleiki og sigur núna í átta marka leik. og þvílíkur leikur! Fyrst einu yfir, svo tveimur undir og loks tveimur yfir eftir þrjú mörk á tíu mínútum og eitt á þeirri nítugustu!

Tierry Henry kom Arsenal yfir á 25. mínútu með fallegri tíu metra vippu yfir markvörðinn og í mitt markið, eftir frábæra og mjög langa sendingu frá Reyes. Arsenal áttu þetta mark fyllilega skilið og hefðu í raun átt að vera komnir í 2 eða 3-0 þegar Job jafnaði óvænt fyrir M'boro á 43. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Staðan í hálfleik, 1-1.

Seinni hálfleikur var mun jafnari og byrjuðu Middlesbrough af miklum krafti, sem skilaði sér í marki frá Jimmy Floyd Hasselbaink eftir slæm varnarmistök. Franck Queudrue bætti svo við þriðja markinu fyrir Boro-menn, en Jens Lehmann var mjög illa staðsettur í markinu sem stóð opið þegar skotið reið af. Allt leit út fyrir að Arsenal næðu ekki að jafna met Nottingham Forest með því að leika 42 leiki án taps. En tveggja marka forskor Boro stóð einungis í eina mínútu, Berkamp náði góðu skoti meðfram jörðinni sem endaði í marki og aðeins 48 sekúntum síðar var Reyes búinn að jafna fyrir Arsenal! Henry, markahæsti maður úrvalsdeildarinnar í fyrra, skoraði svo annað á 90. mínútu og innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn.

Þessi frábæra frammistaða Arsenal skilaði þeim í fyrsta sæti deildarinnar, með sex stig í tveim leikjum, yfir Chelsea á markamun, en Mourihno og félagar unnu Birmingham 1-0 í gær, laugardag.

<hr><center>
Arsenal - M'brough


Mörk

Henry, Arsenal (25)
Job, M'boro (43)
Hasselbaink, M'boro (50)
Queudrue, M'boro (53)
Bergkamp, Arsenal (54)
Pires, Arsenal (65)
Reyes, Arsenal (65)
Henry, Arsenal (91)

Skot á mark
11 - 5

Horn
7 - 5

Aukaspyrnur
20 - 10

Gul spjöld
(Berkamp) 1 - 1 (Zenden )

Rangstöður
2 - 5

Með boltann
60% - 40%
</center>
<hr>
Þulirnir fannst mér ekkert sérstakir frekar en venjulega, Snorri Már hefur lítið vit á fótbolta og Guðjón Þórðarson talaði stanslaust allar 90 mínúturnar um leikskipulag og þess háttar hluti, sem verður fljótt mjög þreytandi. Maður vill svolítið njóta leiksins og þulirnir verða að leyfa manni það. Annars er ég ekki sáttur með íslensku þulina á skjáeinum yfirleitt, en kannski er það bara ég.

Dómarinn var fínn, engin stór mistök og fá spjöld.

<hr>
Efstu 10 markaskorarar

2 Bergkamp
2 Clement
2 Gravesen
2 Hasselbaink
2 Henry
2 Okocha
2 Pedersen
2 Pires
2 Reyes
1 Anelka

Arsenal eiga núna fjóra menn í efsta sæti yfir markahæstu menn úrvalsdeildarinnar :)