Fyrrverandi miðvallarleikmaður Manchester United og stjóri Southampton, Gordon Strachan, hefur viðurkennt það opinberlega að það kitli hann í fingurna að hugsa til þess að stjórna skoska landsliðinu.
Strachan, sem spilaði 50 landsleiki fyrir Skota og skoraði í þeim 5 mörk, stjórnaði Southampton mestallt seinasta tímabil þangað til hann vék fyrir Sturrock þar sem hann vildi hvíla sig á boltanum.
Skotinn rauðhærði, sem eitt sinn var kóngur í ríki sínu á miðju Man. Utd., er alveg viss um að hann sé búinn að hvílast nóg og að hann hafi haft gott af henni. Strachan var spurður í sjónvarpsviðtali hvort hann hefði áhuga á að taka við liðinu en þá svaraði hann að hann væri skoti og hvernig hann ætti að geta neitað því, en Berti Vogts, núverandi landsliðsþjálfari er talinn afar valtur í sessi.